Fótbolti

Hamrén: Ánægður með hvernig mörk við skoruðum

Arnar Geir Halldórsson og Óskar Ófeigur Jónsson skrifa
Hamrén kvaðst ánægður með frammistöðu ungu strákanna gegn Moldóvu.
Hamrén kvaðst ánægður með frammistöðu ungu strákanna gegn Moldóvu. vísir/getty
„Við komum hingað til að ná í þrjú stig og það tókst svo ég er ánægður með það. Ég er líka ánægður með mörkin sem við skoruðum,“ voru fyrstu viðbrögð Erik Hamrén, landsliðsþjálfara Íslands, eftir 1-2 sigur á Moldóvu í undankeppni EM í kvöld.Ísland lýkur keppni í riðlinum með 19 stig sem skilar liðinu 3.sæti í riðlinum. Það dugir ekki til að fara beint á EM og þarf íslenska liðið því að fara í umspil.„Ég er ánægður með að ná í nítján stig og það eru ekki mörg lið sem ná því en komast samt ekki beint á EM. Tyrkir náðu fjórum stigum gegn Frökkum, heimsmeisturunum. Það er ástæðan fyrir að við erum ekki að fara beint á EM,“ segir Hamrén.Það voru ferskir vindar sem blésu með byrjunarliðinu í dag og landsliðsþjálfarinn var ánægður með leikmenn á borð við Mikael Neville Anderson, Arnór Sigurðsson og Samúel Kára Friðjónsson„Mér fannst þeir gera vel. Mikael fékk að finna fyrir því en hann er snöggur og hann er alltaf á miklum hraða svo hann fær oft að finna harkalega fyrir því. Ég var ánægður með að sjá hvernig þessir framtíðarleikmenn komu inn í leikinn,“ segir Hamrén.Kolbeinn Sigþórsson fór meiddur af velli eftir hálftíma leik en Hamrén gat ekki sagt til um alvarleika meiðslanna að svo stöddu.„Ég vona að þetta sé ekkert alvarlegt. Hann fann mikið til þegar hann kom útaf en við verðum bara að sjá. Þetta er ökklinn á honum og vonandi er þetta ekkert sem heldur honum lengi frá,“ sagði Hamrén sem mun fylgjast spenntur með drættinum í vikunni.„Það er mjög gott að fá heimaleik í umspilinu. Við erum spenntir að sjá hverjum við mætum,“ segir Hamrén.

Klippa: Viðtal við Hamrén
 


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.