Tréspíramálið: Leyndarmálið sem enginn vildi ræða í Vestmannaeyjum Atli Ísleifsson skrifar 18. nóvember 2019 10:54 Ragnar Jónsson, lögmaður og læknir, hefur kynnt sér málið á síðustu árum. Níu létust eftir að hafa drukkið tréspíra á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum árið 1943. Þó að allir hafi vitað um málið á sínum tíma hefur það hins vegar lítið verið rætt í Vestmannaeyjum. Ragnar Jónsson, lögfræðingur og bæklunarlæknir, hefur kynnt sér málið og skrifaði um það grein í Læknablaðið fyrr á árinu. Hann mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun þar sem hann ræddi málið við umsjónarmenn þáttarins. „Það voru tuttugu lagðir inn á sjúkrahúsið og þetta var það kvalarfullt að málarateymi, sem var að mála sjúkrahúsið… Ópin voru svo mikil að þeir voru sendir heim, málararnir, á mánudeginum eftir Þjóðhátíð. Þetta heyrðist niður í bæ,“ segir Ragnar. Fundu tunnu á reki Í viðtalinu segir Ragnar að það hafi farið bátur á róður rétt fyrir Þjóðhátíð 1943 og fundið tunnu á reki rétt hjá Þrídröngum, vestan við Eyjar. „Það var vínandi í tunnunni, rétt um tvö hundruð lítrar. Þeir vissu ekki hvort þetta væri tréspíri eða venjulegur vínandi, en tóku hana í land, földu hana og reyndu svo að komast að því hvort þetta væri eitur eða drykkjarhæft. Þeir leituðu til apótekarans og læknisins til að reyna að greina innihaldið í tunnunni. Svo prófuðu þeir það á einum manni, sem var kallaður Láki í Turninum. Hann var með mikla reynslu af þessum efnum og honum virtist ekkert verða meint af. En það er líklega af því að hann drakk venjulegt vín með, sem „ballanserar“ út eituráhrifin. Þá keyrðu þeir á þetta, tóku 50 lítra hver heim, settu á flöskur og svo var farið með þær inn í dal þegar Þjóðhátíðin kom. Þeir gerðu það í þeirri trú að þetta væri grandalaust og væri ekki tréspíri,“ segir Ragnar. Hann lýsir því svo hvernig fólk hafi byrjað að veikjast. „Þjóðhátíðin byrjar á föstudegi, og svo gerir vont veður aðfaranótt laugardags þannig að það varð ekki jafnmikið um hátíðarhöld. Það hefur sjálfsagt bjargað mörgum mannslífum. Síðan heldur hátíðin áfram og þessu er dreift, drukkið og margir urðu veikir, lagðir inn á sjúkrahús. Margir urðu veikir úti í bæ.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum að neðan. Hvernig urðu menn veikir? „Tréspíri er eitraður. Það er sama lykt af honum og venjulegum vínanda – metanól og etanól. Það er erfitt að greina á milli. Bragðið svipað, áhrifin svipuð. Drukkin áhrif. Svo er tréspírinn eitraður þannig að hann eyðileggur sjóntaugina og taugarnar. Bara efnið sjálft. Þegar tréspírinn brotnar niður í líkamanum myndast maurasýra og formalín og fleiri efni sem eru snareitruð. Nýrun bila, taugakerfið bilar. Og menn deyja úr því að líkaminn verður allt of súr, sýrustigið lækkar og menn deyja á mjög kvalarfullan hátt.“ „Tréspíraharakiri“ Ragnar segir að sá síðasti sem hafi látist hafi verið skipstjórinn á bátnum sem hafði fundið tunnuna. Hann hafi gert sér grein fyrir afleiðingum fundarins og dreifingu spírans. Hafi hann því ákveðið að taka forlögin í eigin hendur. „Hann drakk spírann þar til að yfir lauk. Þetta hefur verið svona tréspíraharakiri.“ Frá Þjóðhátíð í Eyjum. Myndin er tekin árið 2018.Vísir/sigurjón Ragnar segir rannsókn sína hafa byggt á hæstaréttardómi í málinu og svo viðtöl við á annan tug aldraðra Vestmannaeyinga. „Það sem mér þótti áhugavert var af hverju þetta lá svona lengi í þagnargildi. Það mátti ekki ræða þetta. Það segja allir það sama. „Mér kom þetta ekki við. Það var ekkert að tala um. Þetta var rosalega sorglegt.“ Það er svo sem þekkt í sjávarþorpum, menn sem hafa lent í sjávarháska. Þeim er ráðlagt: „Drífðu þig á sjóinn aftur. Verum ekkert að tala meira um þetta.“ Þetta er eins og áfallastreituröskun. Það eru skiptar skoðanir um það hvort eigi að ræða málin endalaust, kafa ofan í þau, eða láta kyrrt liggja.“ Hann segir að þrír hafi verið sóttir til saka vegna málsins. Tveir voru dæmdir og hlutu þeir sex og tólf mánaða fangelsi fyrir brot á áfengislögum og brot á hegningarlögum. Bítið Einu sinni var... Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Fleiri fréttir Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Sjá meira
Níu létust eftir að hafa drukkið tréspíra á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum árið 1943. Þó að allir hafi vitað um málið á sínum tíma hefur það hins vegar lítið verið rætt í Vestmannaeyjum. Ragnar Jónsson, lögfræðingur og bæklunarlæknir, hefur kynnt sér málið og skrifaði um það grein í Læknablaðið fyrr á árinu. Hann mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun þar sem hann ræddi málið við umsjónarmenn þáttarins. „Það voru tuttugu lagðir inn á sjúkrahúsið og þetta var það kvalarfullt að málarateymi, sem var að mála sjúkrahúsið… Ópin voru svo mikil að þeir voru sendir heim, málararnir, á mánudeginum eftir Þjóðhátíð. Þetta heyrðist niður í bæ,“ segir Ragnar. Fundu tunnu á reki Í viðtalinu segir Ragnar að það hafi farið bátur á róður rétt fyrir Þjóðhátíð 1943 og fundið tunnu á reki rétt hjá Þrídröngum, vestan við Eyjar. „Það var vínandi í tunnunni, rétt um tvö hundruð lítrar. Þeir vissu ekki hvort þetta væri tréspíri eða venjulegur vínandi, en tóku hana í land, földu hana og reyndu svo að komast að því hvort þetta væri eitur eða drykkjarhæft. Þeir leituðu til apótekarans og læknisins til að reyna að greina innihaldið í tunnunni. Svo prófuðu þeir það á einum manni, sem var kallaður Láki í Turninum. Hann var með mikla reynslu af þessum efnum og honum virtist ekkert verða meint af. En það er líklega af því að hann drakk venjulegt vín með, sem „ballanserar“ út eituráhrifin. Þá keyrðu þeir á þetta, tóku 50 lítra hver heim, settu á flöskur og svo var farið með þær inn í dal þegar Þjóðhátíðin kom. Þeir gerðu það í þeirri trú að þetta væri grandalaust og væri ekki tréspíri,“ segir Ragnar. Hann lýsir því svo hvernig fólk hafi byrjað að veikjast. „Þjóðhátíðin byrjar á föstudegi, og svo gerir vont veður aðfaranótt laugardags þannig að það varð ekki jafnmikið um hátíðarhöld. Það hefur sjálfsagt bjargað mörgum mannslífum. Síðan heldur hátíðin áfram og þessu er dreift, drukkið og margir urðu veikir, lagðir inn á sjúkrahús. Margir urðu veikir úti í bæ.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum að neðan. Hvernig urðu menn veikir? „Tréspíri er eitraður. Það er sama lykt af honum og venjulegum vínanda – metanól og etanól. Það er erfitt að greina á milli. Bragðið svipað, áhrifin svipuð. Drukkin áhrif. Svo er tréspírinn eitraður þannig að hann eyðileggur sjóntaugina og taugarnar. Bara efnið sjálft. Þegar tréspírinn brotnar niður í líkamanum myndast maurasýra og formalín og fleiri efni sem eru snareitruð. Nýrun bila, taugakerfið bilar. Og menn deyja úr því að líkaminn verður allt of súr, sýrustigið lækkar og menn deyja á mjög kvalarfullan hátt.“ „Tréspíraharakiri“ Ragnar segir að sá síðasti sem hafi látist hafi verið skipstjórinn á bátnum sem hafði fundið tunnuna. Hann hafi gert sér grein fyrir afleiðingum fundarins og dreifingu spírans. Hafi hann því ákveðið að taka forlögin í eigin hendur. „Hann drakk spírann þar til að yfir lauk. Þetta hefur verið svona tréspíraharakiri.“ Frá Þjóðhátíð í Eyjum. Myndin er tekin árið 2018.Vísir/sigurjón Ragnar segir rannsókn sína hafa byggt á hæstaréttardómi í málinu og svo viðtöl við á annan tug aldraðra Vestmannaeyinga. „Það sem mér þótti áhugavert var af hverju þetta lá svona lengi í þagnargildi. Það mátti ekki ræða þetta. Það segja allir það sama. „Mér kom þetta ekki við. Það var ekkert að tala um. Þetta var rosalega sorglegt.“ Það er svo sem þekkt í sjávarþorpum, menn sem hafa lent í sjávarháska. Þeim er ráðlagt: „Drífðu þig á sjóinn aftur. Verum ekkert að tala meira um þetta.“ Þetta er eins og áfallastreituröskun. Það eru skiptar skoðanir um það hvort eigi að ræða málin endalaust, kafa ofan í þau, eða láta kyrrt liggja.“ Hann segir að þrír hafi verið sóttir til saka vegna málsins. Tveir voru dæmdir og hlutu þeir sex og tólf mánaða fangelsi fyrir brot á áfengislögum og brot á hegningarlögum.
Bítið Einu sinni var... Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Fleiri fréttir Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Sjá meira