Fótbolti

Stjarnan samdi við fimmtán ára stelpu frá Ólafsvík

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sædís Rún eftir samnings undirskriftina.
Sædís Rún eftir samnings undirskriftina. mynd/stjarnan

Stjarnan heldur áfram að þétta raðirnar fyrir Pepsi Max-deild kvenna en Sædís Rún Hreiðarsdóttir samdi við félagið í dag.

Sædis er fædd árið 2004 en hún er örfættur varnarmaður. Hún á að baki níu landsleiki fyrir yngri landsliðið Íslands; tvo fyrir U17 ára liðið og sjö fyrir U16.Hún hefur ekki spilað leik í Íslandsmóti fyrir Ólafsvík en hefur leikið fjóra meistaraflokks leiki í deildarbikarnum. Henni hefur ekki tekist að skora.

Kristján Guðmundsson er þjálfari Stjörnunnar sem endaði í 5. sæti Pepsi Max-deildarinnar á síðustu leiktíð.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.