Innlent

Miðflokkur einn á móti bótamálinu

Aðalheiður Ámundadóttir skrifar
Allir nefndarmenn styðja málið nema Anna Kolbrún.
Allir nefndarmenn styðja málið nema Anna Kolbrún. Fréttablaðið/Ernir

Anna Kolbrún Árnadóttir, fulltrúi Miðflokksins í allsherjar- og menntamálanefnd, leggst einn nefndarmanna gegn samþykkt frumvarps forsætisráðherra um heimild til að greiða bætur vegna sýknudóms Hæstaréttar í Guðmundar- og Geirfinnsmálum.

Í nefndaráliti hennar er byggt á því að efni frumvarpsins gangi gegn reglu stjórnarskrárinnar um þrískiptingu ríkisvalds en með því gangi löggjafinn inn á verksvið dómsvaldsins. Samþykkt frumvarpsins geti einnig skapað fordæmi sem geti haft varhugaverð áhrif á önnur mál einstaklinga sem sviptir hafa verið frelsi með óréttmætum hætti eða verið ranglega sakfelldir.

Meirihluti nefndarinnar mælist hins vegar til þess að frumvarpið verði samþykkt óbreytt og er í nefndaráliti litið svo á að samþykkt þess feli í sér staðfestingu á vilja stjórnvalda til að leita sátta.

Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, Guðmundur Andri Thorsson, Samfylkingu, og Helgi Hrafn Gunnarsson, Pírötum, rita undir álit meirihlutans með þeim fyrirvara að málsmeðferð stjórnvalda í sáttaferlinu, sérstaklega framlagning greinargerðar setts ríkislögmanns í umboði ríkisstjórnarinnar sem vörn í bótamáli gegn ríkinu, hafi ekki verið til þess fallin að greiða fyrir farsælli lausn og sáttum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.