Innlent

Meiri­hluti segir mikil­vægt að Ís­lendingar fái nýja stjórnar­skrá

Atli Ísleifsson skrifar
Á vef MMR segir að konur (56%) hafi reynst líklegri heldur en karlar (49%) til að segja það mikilvægt að Íslendingar fái nýja stjórnarskrá.
Á vef MMR segir að konur (56%) hafi reynst líklegri heldur en karlar (49%) til að segja það mikilvægt að Íslendingar fái nýja stjórnarskrá. vísir/vilhelm

Rúmlega helmingur svarenda könnunar MMR telur mikilvægt að Íslendingar fái nýja stjórnarskrá á yfirstandandi kjörtímabili. Sögðu 20 prósent það „frekar mikilvægt“ og 32 prósent „mjög mikilvægt“.Í könnuninni var líka spurt um ánægju með núgildandi stjórnarskrá og kváðust 35 prósent svarenda óánægð en 25 prósent ánægð.Á vef MMR segir að konur (56%) hafi reynst líklegri heldur en karlar (49%) til að segja það mikilvægt að Íslendingar fái nýja stjórnarskrá. Karlar (31%) voru hins vegar líklegri en konur (19%) til að segjast ánægðir með núgildandi stjórnarskrá.„Stuðningsfólk Samfylkingar (85%) og Vinstri-grænna (83%) reyndist líklegast til að segja mikilvægt að fá nýja stjórnarskrá á yfirstandandi kjörtímabili en stuðningsfólk Miðflokks ólíklegast (19%). Þá var stuðningsfólk Miðflokks (59%) og Sjálfstæðisflokks (56%) líklegast til að segjast frekar eða mjög ánægt með núgildandi stjórnarskrá en stuðningsfólk Pírata (78%) og Samfylkingar (64%) líklegast til að segjast óánægt,“ segir um könnunina.Könnunin var framkvæmd dagana 21. til 25. október 2019 og var heildarfjöldi svarenda 972 einstaklingar, 18 ára og eldri.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.