Fótbolti

Meiðsli Kol­beins ekki eins slæm og óttast var: Frá í fjórar til sex vikur

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kolbeinn í leiknum gegn Tyrkjum í síðustu viku.
Kolbeinn í leiknum gegn Tyrkjum í síðustu viku. vísir/getty
Kolbeinn Sigþórsson, framherji AIK og íslenska landsliðsins í knattspyrnu, verður frá keppni í fjórar til sex vikur eftir meiðsli sem hann varð fyrir í landsleik gegn Moldóvu á sunnudagskvöldið.Þetta skrifaði hann á Instagram-síðu sína í dag þar sem hann segir að ekkert sé slitið. Einungis sé um tognun á ökkla að ræða sem mun halda honum frá boltanum í mesta lagi næstu sex vikurnar.Hann var studdur af velli á sunnudagskvöldið í leiknum gegn Moldóvu en hann hefur verið þjakaður af meiðslum síðustu árin. Flestir óttuðust því það versta en fréttirnar eru góðar fyrir AIK, íslenska landsliðið og Kolbein sjálfan.Í sömu færslu þakkar Kolbeinn AIK og íslenska landsliðinu fyrir að leyfa sér að spila fótbolta á nýjan leik eftir að hafa verið í tæplega þrjú ár á meiðslalistanum og úti í kuldanum.Karlalandsliðið mætir Rúmeníu eða Ungverjalandi í mars í umspili um sæti á EM næsta sumar. Dregið verður á föstudag. 


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.