Fótbolti

Berglind Björg markahæst í Meistaradeildinni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Berglind Björg í fyrri leiknum gegn PSG.
Berglind Björg í fyrri leiknum gegn PSG. vísir/daníel

Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði mark Breiðabliks þegar liðið tapaði fyrir Paris Saint-Germain, 3-1, á útivelli í seinni leik liðanna í 16-liða úrslit Meistaradeild Evrópu í gær. PSG vann einvígið, 7-1 samanlagt.

Berglind hefur skorað tíu mörk í Meistaradeildinni í ár. Enginn leikmaður hefur skorað fleiri mörk í keppninni en Eyjakonan.

Vivianne Miedema, leikmaður Arsenal, og Emueje Ogbiagbevha, leikmaður Minsk, hafa einnig skorað tíu mörk.

Berglind skoraði sex mörk í forkeppninni og bætti fjórum við í útsláttarkeppninni.

Hún skoraði fernu í 11-0 sigri á Dragon 2014 frá Norður-Makedóníu í forkeppninni og tvennu í 3-1 sigri á SFK 2000 frá Bosníu.

Berglind skoraði tvö mörk í 3-2 sigri Breiðabliks á Spörtu Prag í fyrri leik liðanna í 32-liða úrslitunum. Hún skoraði svo eina markið í 0-1 sigri Blika í seinni leiknum.

Í gær gerði Berglind svo sitt tíunda mark í Meistaradeildinni á tímabilinu. Hún skoraði þá af stuttu færi eftir fyrirgjöf Áslaugar Mundu Gunnlaugsdóttur.


Berglind hefur alls skorað 16 mörk í Evrópuleikjum á ferlinum. Hún er næstmarkahæsti íslenski leikmaðurinn í Evrópukeppnum. Önnur Eyjakona, Margrét Lára Viðarsdóttir, er sú markahæsta með 33 mörk.

Á þessu tímabili skoraði Berglind alls 26 mörk; tíu í Meistaradeildinni og 16 í Pepsi Max-deild kvenna þar sem hún varð markahæst annað árið í röð.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.