Blikastelpurnar spila ekki á Parc des Princes heldur hinum megin við götuna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. október 2019 17:15 Alexandra Jóhannsdóttir og félagar mæta PSG í Meistaradeildinni í kvöld. Vísir/Bára Breiðablikskonur eru staddar í Parísarborg þar sem þær mæta heimakonum í stórliði Paris Saint-Germain í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Breiðablik fær þó ekki að spila á heimavelli karlaliðs Paris Saint-Germain sem heitir Parc des Princes og er einn allra frægasti knattspyrnuvöllur Frakklands. Kvennalið Paris Saint-Germain er nefnilega með sinn eigin heimavöll við hliðina Parc des Princes í sextánda hverfi Parísar. Leikvangurinn sem stelpurnar spila á í kvöld heitir Stade Jean-Bouin og upphaflega rúgbú-völlur. Hann tekur tuttugu þúsund manns í sæti eftir að hann var endurbyggður árið 2013. Hann er hreinlega hinum megin við götuna við Parc des Princes eins og sjá má á þessari Google mynd hér fyrir neðan.Skjámynd/Google MapsRúgbý-liðið Stade Français og fótboltaliðið Red Star FC, sem er það annað elsta í Frakklandi, eru bæði með leikvanginn sem sinn heimavöll. Leikvangurinn verður einnig notaður á Ólympíuleikunum árið 2024 en þar mun fara fram rúgbý keppni leikanna. Kvennalið Paris Saint-Germain hefur spilað á Stade Jean-Bouin leikvanginum frá því í fyrra en þar á undan spilaði liðið á hinum ýmsu völlum í París. Franska liðið spilaði á Parc des Princes í átta liða úrslitum og undanúrslitum Meistaradeildarinnar 2016-17 en hafði þá byrjað keppnina á Stade Sébastien Charléty sem er þekktastur sem frjálsíþróttavöllur en tekur tuttugu þúsund manns. Stade Jean-Bouin leikvangurinn hefur verið til frá árinu 1925 og var nefndur eftir Jean Bouin sem hafði unnið silfur í 5000 metra hlaupi á Ólympíuleikunum í Stokkhólmi árið 1912. Leikur Paris Saint-Germain og Breiðabliks hefst klukkan 19.00 í kvöld en þar verður á brattann að sækja eftir 4-0 sigur franska liðsins í fyrri leiknum í Kópavogi. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Sjá meira
Breiðablikskonur eru staddar í Parísarborg þar sem þær mæta heimakonum í stórliði Paris Saint-Germain í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Breiðablik fær þó ekki að spila á heimavelli karlaliðs Paris Saint-Germain sem heitir Parc des Princes og er einn allra frægasti knattspyrnuvöllur Frakklands. Kvennalið Paris Saint-Germain er nefnilega með sinn eigin heimavöll við hliðina Parc des Princes í sextánda hverfi Parísar. Leikvangurinn sem stelpurnar spila á í kvöld heitir Stade Jean-Bouin og upphaflega rúgbú-völlur. Hann tekur tuttugu þúsund manns í sæti eftir að hann var endurbyggður árið 2013. Hann er hreinlega hinum megin við götuna við Parc des Princes eins og sjá má á þessari Google mynd hér fyrir neðan.Skjámynd/Google MapsRúgbý-liðið Stade Français og fótboltaliðið Red Star FC, sem er það annað elsta í Frakklandi, eru bæði með leikvanginn sem sinn heimavöll. Leikvangurinn verður einnig notaður á Ólympíuleikunum árið 2024 en þar mun fara fram rúgbý keppni leikanna. Kvennalið Paris Saint-Germain hefur spilað á Stade Jean-Bouin leikvanginum frá því í fyrra en þar á undan spilaði liðið á hinum ýmsu völlum í París. Franska liðið spilaði á Parc des Princes í átta liða úrslitum og undanúrslitum Meistaradeildarinnar 2016-17 en hafði þá byrjað keppnina á Stade Sébastien Charléty sem er þekktastur sem frjálsíþróttavöllur en tekur tuttugu þúsund manns. Stade Jean-Bouin leikvangurinn hefur verið til frá árinu 1925 og var nefndur eftir Jean Bouin sem hafði unnið silfur í 5000 metra hlaupi á Ólympíuleikunum í Stokkhólmi árið 1912. Leikur Paris Saint-Germain og Breiðabliks hefst klukkan 19.00 í kvöld en þar verður á brattann að sækja eftir 4-0 sigur franska liðsins í fyrri leiknum í Kópavogi.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Sjá meira