Innlent

Þessi sóttu um starf for­stjóra Um­hverfis­stofnunar

Atli Ísleifsson skrifar
Umhverfisstofnun er til húsa á Suðurlandsbraut.
Umhverfisstofnun er til húsa á Suðurlandsbraut. vísir/vilhelm

Ellefu umsækjendur sóttu um embætti forstjóra Umhverfisstofnunar.

Þetta kemur fram á vef stjórnarráðsins en umhverfis- og auðlindaráðuneytið auglýsti embættið laust til umsóknar þann 12. október síðastliðinn. Nýr forstjóri mun taka við starfinu af Kristínu Lindu Árnadóttur sem nýverið var skipuð nýr aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar.

Umsækjendur eru:

 • Aðalbjörg Birna Guttormsdóttir, verkefnisstjóri
 • Hlynur Sigursveinsson, fv. sviðsstjóri
 • Hörður Valdimar Haraldsson, framtíðarfræðingur
 • Jóna Bjarnadóttir, forstöðumaður
 • Kristján Geirsson, verkefnisstjóri
 • Kristján Sverrisson, forstjóri
 • Magnús Rannver Rafnsson, verkfræðingur
 • Maríanna Hugrún Helgadóttir, framkvæmdastjóri
 • Sigrún Ágústsdóttir, sviðsstjóri
 • Soffía Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri
 • Svavar Halldórsson, sjálfstæður markaðsráðgjafi

Umsóknarfrestur var til 28. október sl. Mun valnefnd meta hæfni og hæfi umsækjenda og skila greinargerð til umhverfis- og auðlindaráðherra.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.