Segir Landsbjörg nýta sér neyð og veikindi einstaklinga Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. nóvember 2019 10:00 Alma Hafsteinsdóttir spyr hver fórnarkostnaðurinn sé hjá Landsbjörgu. Einn, tíu eða hundrað einstaklingar. Vísir Ef þú kæri lesandi átt leið í söluturn, vídeoleigu, veitingahús eða bar og sérð þar fólk fast í spilakössum, vinsamlega þakkaðu spilafíklinum og knúsaðu hann fyrir að standa vaktina og fyrir að leggja líf sitt og mögulega fjölskyldu sína undir í þessum leik upp á líf og dauða. Þetta segir Alma Hafsteinsdóttir, fíkni- og fjölskyldumarkþjálfi, hjá spilavandi.is í grein sem hún birtir á Vísi. Tilefni pistilsins er sala Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Neyðarkallinum en sala hófst fyir helgi. Alma segir hræsni að góðgerðasamtök á borð við Landsbjörg nýti sér neyð og veikindi einstaklinga og vísar þar til peninga sem renna í starfsemi Landsbjargar í gegnum spilakassa sem finna má á fyrrnefndum stöðum víða um land.Enginn heyrir í fjölskyldum, ástvinum og börnum Alma segist mikið hugsa til fólksins síns, spilafíkla. „Slysavarnafélagið Landsbjörg talar um „neyðarkall til þín“, en á sama tíma heyrir það ekki neyðarkall spilafíkla sem standa við spilakassa alla daga, allan daginn,“ segir Alma. Þessir einstaklingar eigi fjölskyldur, börn og ástvini, en enginn heyri í þeim.Neyðarkallinn var kynntur til sögunnar í á fimmtudag en um er að ræða björgunarsveitarkonu með dróna.„Þeir koma að lokuðum dyrum hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Þar á bæ tala menn um ásættanlegan fórnarkostnað, þ.e. þetta fólk er ásættanlegur fórnarkostnaður til að afla fjár fyrir starfsemi félagsins. Börn þessara einstaklinga horfa á eftir foreldri sínu hverfa inn í heim spilafíknar í spilakassa. Foreldrar horfa á eftir börnum sínum inn í heim spilafíknar. Foreldrar hafa þurft að fylgja barni sínu til grafar vegna spilafíknar. Enginn heyrir og enginn er tilbúinn að setjast niður með foreldrum barns og útskýra fyrir þeim að barnið þeirra hafi verið ásættanlegur fórnarkostnaður.“Ótrúlega ljótt Alma lýsir því sem skrýtinni tilfinningu að eiga í svona sambandi við Landsbjörg, Rauða Kross Íslands og SÁÁ. „Þegar við hugsum um einhvern sem nýtir sér neyð og veikindi einstaklinga sjáum við fyrir okkur vondan, grimman og siðlausan andstæðing, en öll þessi góðgerðasamtök og mannúðarsamtök eru að vinna fallegt starf að flestu leyti. Á sama tíma eru þau þó öll að nýta sér neyð og veikindi einstaklinga, sem er ótrúlega ljótt.“ Hún veltir fyrir sér hvort ásættanlegur fórnarkostnaður sé einn spilafíkill, tíu eða hundrað? „Aðstandendur spilafíkla hafa lýst því svo að það að búa með virkum spilafíkli sé eins og að vera í helvíti. Hvað er ásættanlegt að skaða margar fjölskyldur?“Ég á mér draum... Alma segist óska þess að hún væri að glíma við einhvern grimman, vondan og siðlausan einstakling. Hún viti að Landsbjörg hafi komið mörgum til bjargar og unnið gott starf, bara ekki fyrir spilafíkla. „Þeim er kastað fyrir björgin. Mig langar svo að Slysavarnafélagið Landsbjörg og öll hin að öðru leyti góðu samtök finni aðrar leiðir til að afla fjár fyrir sinn svo góða málstað. Ég á mér draum og von um að þessi frábæru samtök og stofnanir komi í lið með mér og okkur við að svara neyðarkalli þessa hóps og hjálpi spilafíklum og ástvinum þeirra í kalli þeirra eftir lífi – lífi án fjárhættuspila.“ Björgunarsveitir Félagsmál Fjárhættuspil Mest lesið Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Innlent Fleiri fréttir Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Sjá meira
Ef þú kæri lesandi átt leið í söluturn, vídeoleigu, veitingahús eða bar og sérð þar fólk fast í spilakössum, vinsamlega þakkaðu spilafíklinum og knúsaðu hann fyrir að standa vaktina og fyrir að leggja líf sitt og mögulega fjölskyldu sína undir í þessum leik upp á líf og dauða. Þetta segir Alma Hafsteinsdóttir, fíkni- og fjölskyldumarkþjálfi, hjá spilavandi.is í grein sem hún birtir á Vísi. Tilefni pistilsins er sala Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Neyðarkallinum en sala hófst fyir helgi. Alma segir hræsni að góðgerðasamtök á borð við Landsbjörg nýti sér neyð og veikindi einstaklinga og vísar þar til peninga sem renna í starfsemi Landsbjargar í gegnum spilakassa sem finna má á fyrrnefndum stöðum víða um land.Enginn heyrir í fjölskyldum, ástvinum og börnum Alma segist mikið hugsa til fólksins síns, spilafíkla. „Slysavarnafélagið Landsbjörg talar um „neyðarkall til þín“, en á sama tíma heyrir það ekki neyðarkall spilafíkla sem standa við spilakassa alla daga, allan daginn,“ segir Alma. Þessir einstaklingar eigi fjölskyldur, börn og ástvini, en enginn heyri í þeim.Neyðarkallinn var kynntur til sögunnar í á fimmtudag en um er að ræða björgunarsveitarkonu með dróna.„Þeir koma að lokuðum dyrum hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Þar á bæ tala menn um ásættanlegan fórnarkostnað, þ.e. þetta fólk er ásættanlegur fórnarkostnaður til að afla fjár fyrir starfsemi félagsins. Börn þessara einstaklinga horfa á eftir foreldri sínu hverfa inn í heim spilafíknar í spilakassa. Foreldrar horfa á eftir börnum sínum inn í heim spilafíknar. Foreldrar hafa þurft að fylgja barni sínu til grafar vegna spilafíknar. Enginn heyrir og enginn er tilbúinn að setjast niður með foreldrum barns og útskýra fyrir þeim að barnið þeirra hafi verið ásættanlegur fórnarkostnaður.“Ótrúlega ljótt Alma lýsir því sem skrýtinni tilfinningu að eiga í svona sambandi við Landsbjörg, Rauða Kross Íslands og SÁÁ. „Þegar við hugsum um einhvern sem nýtir sér neyð og veikindi einstaklinga sjáum við fyrir okkur vondan, grimman og siðlausan andstæðing, en öll þessi góðgerðasamtök og mannúðarsamtök eru að vinna fallegt starf að flestu leyti. Á sama tíma eru þau þó öll að nýta sér neyð og veikindi einstaklinga, sem er ótrúlega ljótt.“ Hún veltir fyrir sér hvort ásættanlegur fórnarkostnaður sé einn spilafíkill, tíu eða hundrað? „Aðstandendur spilafíkla hafa lýst því svo að það að búa með virkum spilafíkli sé eins og að vera í helvíti. Hvað er ásættanlegt að skaða margar fjölskyldur?“Ég á mér draum... Alma segist óska þess að hún væri að glíma við einhvern grimman, vondan og siðlausan einstakling. Hún viti að Landsbjörg hafi komið mörgum til bjargar og unnið gott starf, bara ekki fyrir spilafíkla. „Þeim er kastað fyrir björgin. Mig langar svo að Slysavarnafélagið Landsbjörg og öll hin að öðru leyti góðu samtök finni aðrar leiðir til að afla fjár fyrir sinn svo góða málstað. Ég á mér draum og von um að þessi frábæru samtök og stofnanir komi í lið með mér og okkur við að svara neyðarkalli þessa hóps og hjálpi spilafíklum og ástvinum þeirra í kalli þeirra eftir lífi – lífi án fjárhættuspila.“
Björgunarsveitir Félagsmál Fjárhættuspil Mest lesið Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Innlent Fleiri fréttir Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Sjá meira