Íslenski boltinn

Willard í Árbæinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Willard í Fylkisbúningnum.
Willard í Fylkisbúningnum. mynd/fylkir

Enski kantmaðurinn Harley Willard er genginn í raðir Fylkis frá Víkingi Ó.

Hann skoraði ellefu mörk í 22 leikjum í Inkasso-deildinni á síðasta tímabili. Hann var valinn í lið ársins af þjálfurum og fyrirliðum í deildinni.

Willard, sem er 22 ára, er uppalinn hjá Southampton. Áður en hann kom til Íslands lék hann í Kombódíu.

Willard skrifaði undir tveggja ára samning við Fylki sem endaði í 8. sæti Pepsi Max-deildarinnar á síðasta tímabili.

Þá hefur Andrés Már Jóhannesson framlengt samning sinn við Fylki.

Hann lék 17 leiki í Pepsi Max-deildinni í fyrra. Andrés Már hefur leikið 188 leiki í efstu deild með Fylki.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.