Guðni vill gera Pál Magnússon að landbúnaðarráðherra Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. nóvember 2019 12:00 Guðni Ágústsson sem skálaði fyrir íslenskum bændum á "Hey bóndi“ á Hvolsvelli í gær. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra er mjög ósáttur við stjórnmálamenn landsins, sem ræða ekki lengur um málefni landbúnaðarins og stungu landbúnaðarráðuneytinu í skúffu þegar það var sameinað sjávarútvegsráðuneytinu. Hann vill að Páll Magnússon, fyrsti þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi verði næsti landbúnaðarráðherra. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskra erfðagreiningar átti að vera einn af fyrirlesurum á landbúnaðar og fjölskylduhátíðinni Hey bóndi á Hvolsvelli í gær. Vegna veikinda forfallaðist hann en í staðinn mætti Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra og þingmaður Framsóknarflokksins og hélt ræðu, sem vakti mikla athygli. Guðni vandaði alþingismönnum landsins ekki kveðju sína, Páll Magnússon, alþingismaður var í salnum. „Við skulum gera okkur grein fyrir því að íslensku landbúnaður á stórkostleg tækifæri ef að stjórnmálamennirnir vakna og átta sig á því hvað þeir hafa gert landbúnaðinum. Þinn flokkur Páll Magnússon og minn flokkur bera ábyrgð á því að landbúnaðarráðuneytinu var lagt niður 2007, því var stungið í skúffu í sjávarútvegsráðuneytinu. Það er ekkert rætt um landbúnað í landbúnaðarráðuneytinu lengur“, sagði Guðni. Guðni sagði að búið væri að leggja sterkt félagskerfi bænda niður og því hafi verið rústað. Nú þurfi bændur að ná vopnum sínum á ný og byggja upp á félagskerfið á nýjan leik þar sem allir eru saman í einni keðju, allir fyrir einn. „Við eigum tvö hundruð blóðmerabændur, fimm hundruð kúabændur, þúsund sauðfjárbændur og þúsund hrossabændur og við eigum bestu kjúklinga og svínabændur í veröldinni“, sagði Guðni og bætti strax við. „Hugsið ykkur að pensilínið sem er rótað í fóðrið hjá kjúklingum, svínum og nautum úti í heimi í Evrópu og Ameríku, það mun drepa fleiri menn eftir fimmtíu ár heldur en krabbameinið, við erum hrein þjóð“. Páll Magnússon hafði gaman af ræðu Guðna og gat ekki annað en brosað þegar Guðni sagðist vilja sjá hann sem næsta landbúnaðarráðherra á Íslandi, enda hafi Páll verið í sveit í Úthlíð í Biskupstungum hjá Birni bónda.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Guðni vill að Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi verði næsti landbúnaðarráðherra en fyrst verði að stofna hollvinasamtök landbúnaðarins og íslenskra sveita. „Heyrir þú það Páll, ég veit að Páll postuli heyrir í mér núna, en heyrðu nú og ef þú heyrir, þá legg ég á og mæli um að þú verðir næsti landbúnaðarráðherra“. Að lokum hrópaði Guðni og allur salurinn með ferfalt húrra fyrir íslenskum landbúnaði. Alþingi Landbúnaður Rangárþing eystra Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Fleiri fréttir Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs Sjá meira
Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra er mjög ósáttur við stjórnmálamenn landsins, sem ræða ekki lengur um málefni landbúnaðarins og stungu landbúnaðarráðuneytinu í skúffu þegar það var sameinað sjávarútvegsráðuneytinu. Hann vill að Páll Magnússon, fyrsti þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi verði næsti landbúnaðarráðherra. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskra erfðagreiningar átti að vera einn af fyrirlesurum á landbúnaðar og fjölskylduhátíðinni Hey bóndi á Hvolsvelli í gær. Vegna veikinda forfallaðist hann en í staðinn mætti Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra og þingmaður Framsóknarflokksins og hélt ræðu, sem vakti mikla athygli. Guðni vandaði alþingismönnum landsins ekki kveðju sína, Páll Magnússon, alþingismaður var í salnum. „Við skulum gera okkur grein fyrir því að íslensku landbúnaður á stórkostleg tækifæri ef að stjórnmálamennirnir vakna og átta sig á því hvað þeir hafa gert landbúnaðinum. Þinn flokkur Páll Magnússon og minn flokkur bera ábyrgð á því að landbúnaðarráðuneytinu var lagt niður 2007, því var stungið í skúffu í sjávarútvegsráðuneytinu. Það er ekkert rætt um landbúnað í landbúnaðarráðuneytinu lengur“, sagði Guðni. Guðni sagði að búið væri að leggja sterkt félagskerfi bænda niður og því hafi verið rústað. Nú þurfi bændur að ná vopnum sínum á ný og byggja upp á félagskerfið á nýjan leik þar sem allir eru saman í einni keðju, allir fyrir einn. „Við eigum tvö hundruð blóðmerabændur, fimm hundruð kúabændur, þúsund sauðfjárbændur og þúsund hrossabændur og við eigum bestu kjúklinga og svínabændur í veröldinni“, sagði Guðni og bætti strax við. „Hugsið ykkur að pensilínið sem er rótað í fóðrið hjá kjúklingum, svínum og nautum úti í heimi í Evrópu og Ameríku, það mun drepa fleiri menn eftir fimmtíu ár heldur en krabbameinið, við erum hrein þjóð“. Páll Magnússon hafði gaman af ræðu Guðna og gat ekki annað en brosað þegar Guðni sagðist vilja sjá hann sem næsta landbúnaðarráðherra á Íslandi, enda hafi Páll verið í sveit í Úthlíð í Biskupstungum hjá Birni bónda.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Guðni vill að Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi verði næsti landbúnaðarráðherra en fyrst verði að stofna hollvinasamtök landbúnaðarins og íslenskra sveita. „Heyrir þú það Páll, ég veit að Páll postuli heyrir í mér núna, en heyrðu nú og ef þú heyrir, þá legg ég á og mæli um að þú verðir næsti landbúnaðarráðherra“. Að lokum hrópaði Guðni og allur salurinn með ferfalt húrra fyrir íslenskum landbúnaði.
Alþingi Landbúnaður Rangárþing eystra Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Fleiri fréttir Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs Sjá meira