Innlent

Formennska Íslands í Norðurlandaráði og málefni Palestínu í Víglínunni

Kristín Ólafsdóttir skrifar

Nýkjörinn forseti Norðurlandaráðs segir að Ísland muni leggja áherslu á að standa vörð um þau grunngildi Norðurlandanna, sem víða sé ógnað í heiminum í dag. Heimir Már Pétursson fréttamaður ræðir við hinn nýkjörna forseta, Silju Dögg Gunnarsdóttur og Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra í Víglínunni á Stöð 2 og Vísi í dag.

Í seinni hluta þáttarins verður rætt við Marie Antoinette Sedin, nýjan sendiherra Palestínu á Íslandi, um átök Ísraels og Palestínu. Hún bindur vonir við að ný ríkisstjórn í Ísrael verði hliðhollari friðarviðræðum.

Víglínan er í opinni dagskrá á Stöð 2 og Vísi klukkan 17:40. Horfa má á Víglínuna í beinni útsendingu á Vísi í spilaranum efst í fréttinni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.