Erlent

Spaðarnir enn á þyrlunni sem fórst í Suður-Kóreu

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Þyrlan náðist upp úr sjónum í gær.
Þyrlan náðist upp úr sjónum í gær. Mynd/Landhelgisgæsla S-Kóreu
H225 Super Puma björgunarþyrla sem fórst í Suður-Kóreu fyrir helgi með sjö manns náðist upp úr sjónum í gær. Sjá má af myndum af flakinu að spaðar þyrlurnar eru enn áfastir.

Eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu leigir Landhelgisgæsla Íslands tvær sams konar þyrlur frá Noregi þar sem þarlend rannsóknarnefnd flugslysa hefur sagt að endurhanna þurfi gírkassa í öryggisskyni. Slíkar þyrlur fórust í Noregi 2016 og í Skotlandi 2009 með öllum um borð. Voru bæði slysin rakin til málmþreytu í gírkassa sem leiddi til þess að spaðarnir losnuðu af á flugi.

Þótt spaðarnir hafi ekki losnað af þyrlunni í Suður-Kóreu mun ekki vera öruggt að óhappið megi ekki rekja til bilunar í gírkassanum.

Ekki náðist í Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar, í gær en í samtali við RÚV sagði hann upplýsinga hafa verið óslað frá Airbus og flugmálayfirvöldum vegna slyssins í Suður-Kóreu. Ekki væri komin fram ástæða til viðbragða af hálfu Gæslunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×