Krefjast vettvangsferðar í bústaðinn í Borgarfirði þar sem amfetamín var framleitt Birgir Olgeirsson skrifar 4. nóvember 2019 12:15 Verjendur gerðu þá kröfu til að betri skilningur fáist á aðstæðum þar. Vísir/Vilhelm Dómari í máli sem varðar stórfellda amfetamínframleiðslu mun ákveða í dag hvort hann ásamt saksóknara og verjendum fari í vettvangsferð í sumarbústaðabyggð í Borgarfirði. Verjendur gerðu þá kröfu til að betri skilningur fáist á aðstæðum þar. Þrír eru ákærðir í málinu fyrir framleiðslu á rúmum átta kílóum af amfetamíni í sumarbústaði í Borgarfirði. Var framleiðslan stöðvuð í umfangsmikilli aðgerð lögreglu sjöunda júní síðastliðinn. Sama dag var umfangsmikil kannabisframleiðsla stöðvuð í Þykkvabæ. Lögreglan hafði haft málið til rannsóknar í tæpt hálft ár eftir að grunur vaknaði um að Alvar Óskarsson, einn hinna ákærðu, stæði að umfangsmikilli fíkniefnaframleiðslu. Dagana fyrir handtökuna hafði lögreglu beitt rannsóknaraðferð sem hún kýs að kalla skyggingu. Er um að ræða aðgerð þar sem óeinkennisklæddir lögreglumenn fylgdust með ferðum sakborninga úr fjarska. Þar á meðal komu lögreglumennirnir sér fyrir á sjónpóstum í grennd við sumarbústaðinn í Heyholti og fylgdust með ferðum og athæfi sakborninga.Vildu tvær vettvangsferðir Verjendur í málinu gerðu kröfu um tvær vettvangsferðir. Vildu þeir annars vegar fara að bílaleigu í Keflavík og hins vegar að sumarbústaðabyggðinni í Heyholti þar sem amfetamínframleiðslan var stöðvuð. Dómarinn í málinu útilokaði strax vettvangsferð að bílaleigunni en sagðist ætla að íhuga að fara í Heyholt. Mun dómarinn kynna ákvörðun sína í Héraðsdómi Reykjavíkur síðdegis í dag. Með vettvangsferðinni vilja verjendur að betri skilningur fáist á aðstæðum í Heyholti. Þremenningarnir sem eru ákærðir fyrir amfetamínframleiðsluna eru fyrrnefndur Alvar og Einar Jökull Einarsson, sem báðir hlutu þunga dóma í Pólstjörnumálinu, ásamt Margeiri Pétri Jóhannssyni. Þeir hafa allir neitað sök. Þeir eru einnig ákærðir fyrir framleiðslu á 206 kannabisplöntum í Þykkvabæ. Einar og Margeir hafa neitað sök en Alvar játaði minniháttar hlutdeild í þeirri ræktun. Tveir karlmenn og ein kona gengust við ákærunni gegn þeim fyrir ræktun á kannabisplöntunum í síðasta mánuði og fengu skilorðsbundna dóma fyrir. Amfetamínframleiðsla í Borgarfirði Dómsmál Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Sjá meira
Dómari í máli sem varðar stórfellda amfetamínframleiðslu mun ákveða í dag hvort hann ásamt saksóknara og verjendum fari í vettvangsferð í sumarbústaðabyggð í Borgarfirði. Verjendur gerðu þá kröfu til að betri skilningur fáist á aðstæðum þar. Þrír eru ákærðir í málinu fyrir framleiðslu á rúmum átta kílóum af amfetamíni í sumarbústaði í Borgarfirði. Var framleiðslan stöðvuð í umfangsmikilli aðgerð lögreglu sjöunda júní síðastliðinn. Sama dag var umfangsmikil kannabisframleiðsla stöðvuð í Þykkvabæ. Lögreglan hafði haft málið til rannsóknar í tæpt hálft ár eftir að grunur vaknaði um að Alvar Óskarsson, einn hinna ákærðu, stæði að umfangsmikilli fíkniefnaframleiðslu. Dagana fyrir handtökuna hafði lögreglu beitt rannsóknaraðferð sem hún kýs að kalla skyggingu. Er um að ræða aðgerð þar sem óeinkennisklæddir lögreglumenn fylgdust með ferðum sakborninga úr fjarska. Þar á meðal komu lögreglumennirnir sér fyrir á sjónpóstum í grennd við sumarbústaðinn í Heyholti og fylgdust með ferðum og athæfi sakborninga.Vildu tvær vettvangsferðir Verjendur í málinu gerðu kröfu um tvær vettvangsferðir. Vildu þeir annars vegar fara að bílaleigu í Keflavík og hins vegar að sumarbústaðabyggðinni í Heyholti þar sem amfetamínframleiðslan var stöðvuð. Dómarinn í málinu útilokaði strax vettvangsferð að bílaleigunni en sagðist ætla að íhuga að fara í Heyholt. Mun dómarinn kynna ákvörðun sína í Héraðsdómi Reykjavíkur síðdegis í dag. Með vettvangsferðinni vilja verjendur að betri skilningur fáist á aðstæðum í Heyholti. Þremenningarnir sem eru ákærðir fyrir amfetamínframleiðsluna eru fyrrnefndur Alvar og Einar Jökull Einarsson, sem báðir hlutu þunga dóma í Pólstjörnumálinu, ásamt Margeiri Pétri Jóhannssyni. Þeir hafa allir neitað sök. Þeir eru einnig ákærðir fyrir framleiðslu á 206 kannabisplöntum í Þykkvabæ. Einar og Margeir hafa neitað sök en Alvar játaði minniháttar hlutdeild í þeirri ræktun. Tveir karlmenn og ein kona gengust við ákærunni gegn þeim fyrir ræktun á kannabisplöntunum í síðasta mánuði og fengu skilorðsbundna dóma fyrir.
Amfetamínframleiðsla í Borgarfirði Dómsmál Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Sjá meira