Enski boltinn

Færðu Arsenal leikinn fram um einn dag til að forðast umferðarteppu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Pierre-Emerick Aubameyang fagnar marki sínu um síðustu helgi með félögunum í Arsenal-liðinu.
Pierre-Emerick Aubameyang fagnar marki sínu um síðustu helgi með félögunum í Arsenal-liðinu. Getty/Chloe Knott
Arsenal spilar á Meistaradeildardegi í vikunni þrátt fyrir að vera spila í Evrópudeildinni.Leikur portúgalska liðsins Vitoria SC og Arsenal var færður frá fimmtudegi yfir á miðvikudag. Evrópudeildarleikirnir fara vanalega fram klukkan 17.55 og 20.00 á fimmtudögum.Leikurinn hefst klukkan 15.50 að íslenskum tíma á miðvikudaginn. Hann verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.Leikurinn fer fram á Estádio D. Afonso Henriques leikvanginum í Guimarães en annar Evrópudeildarleikur átti að fara fram í aðeins 24 kílómetra fjarlægð á fimmtudaginn.Portúgalska liðið Braga fær Besiktas í heimsókn á Municipal Stadium á fimmtudaginn.UEFA ákvað því að færa Arsenal leikinn fram um einn dag til að létta af pressunni á portúgölsk yfirvöld og forðast umferðarteppu.Svipuð staða kemur einnig upp í lok nóvember og þá verður heimaleikur Vitoria einnig færður yfir á miðvikudag en sá leikur er á móti Standard Liege.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.