Enski boltinn

Færðu Arsenal leikinn fram um einn dag til að forðast umferðarteppu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Pierre-Emerick Aubameyang fagnar marki sínu um síðustu helgi með félögunum í Arsenal-liðinu.
Pierre-Emerick Aubameyang fagnar marki sínu um síðustu helgi með félögunum í Arsenal-liðinu. Getty/Chloe Knott

Arsenal spilar á Meistaradeildardegi í vikunni þrátt fyrir að vera spila í Evrópudeildinni.

Leikur portúgalska liðsins Vitoria SC og Arsenal var færður frá fimmtudegi yfir á miðvikudag. Evrópudeildarleikirnir fara vanalega fram klukkan 17.55 og 20.00 á fimmtudögum.

Leikurinn hefst klukkan 15.50 að íslenskum tíma á miðvikudaginn. Hann verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.Leikurinn fer fram á Estádio D. Afonso Henriques leikvanginum í Guimarães en annar Evrópudeildarleikur átti að fara fram í aðeins 24 kílómetra fjarlægð á fimmtudaginn.

Portúgalska liðið Braga fær Besiktas í heimsókn á Municipal Stadium á fimmtudaginn.

UEFA ákvað því að færa Arsenal leikinn fram um einn dag til að létta af pressunni á portúgölsk yfirvöld og forðast umferðarteppu.

Svipuð staða kemur einnig upp í lok nóvember og þá verður heimaleikur Vitoria einnig færður yfir á miðvikudag en sá leikur er á móti Standard Liege.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.