Börn með offitu þurfa að bíða í allt að ár eftir þjónustu Nadine Guðrún Yaghi skrifar 4. nóvember 2019 19:00 Ríflega sjötíu börn með offitu eru á biðlista til að komast að í Heilsuskóla Barnaspítala Hringsins og þurfa að bíða í allt að ár eftir þjónstu. Sérfræðingar í Heilsuskólanum segja stöðuna slæma. Biðin geti reynst börnunum oft erfið og þá sé erfiðara að hjálpa þeim. Sex prósent íslenskra grunnskólabarna eru með offitu samkvæmt mælingum skólahjúkrunarfræðinga frá síðasta vetri og hefur börnum með offitu fjölgað mikið síðustu ár eins og Kompás fjallaði um í dag. Heilsuskóli Barnaspítala Hringssins er eina formlega úrræðið sem kerfið býður upp á fyrir börnin. Tilvísun í skólann er unnin í samvinnu við skólahjúkrunarfræðinga eða heimilislækni. Þar eru kenndar aðferðir til að takast á við þyngdarstjórnun, börn og fjölskyldur þeirra fá ráðgjöf um mataræði og hreyfingu og sálrænann stuðningur veittur. Það komast 75 börn að í Heilsuskólanum og þrátt fyrir að plássunum hafi fjölgað nýlega hefur biðlistinn lengst. „Þó að við höfum bætt í og tekið við fleiri þá hefur biðlistinn verið að lengjast og núna er biðlistinn um það bil ár þegar við byrjuðum á þessu ári,“ segir Tryggvi Helgason, læknir í Heilsuskóla Barnaspítala Hringsins. Rúmlega sjötíu börn eru nú á biðlista. „Eins og staðan er í dag ráðum við við svona einn fjórða af vandanum. Oft er það þannig að börn eru komin í verri stöðu en þau hefðu geta verið,“ segir Tryggvi Helgason. Meðalaldur barna í Heilsuskólanum er 11 ára. Oft reynist það börnunum erfitt að bíða eftir þjónustu að sögn Berglindar B. Brynjólfsdóttir, sálfræðings. „Þau upplifa það náttúrulega þannig að það sé ekki verið að hjálpa þeim að takast á við þennan vanda. Oft eru þau líka með annars konar vanda sem þarf að hjálpa þeim með, þau eru oft með kvíða, depurð og þetta bara eykur á vandann ef það er ekki tekist á við hann,“ segir Berglind. „Það er þannig að það er erfiðara að eiga við offitu barna þegar börn eru orðin eldri og því fyrr sem við getum byrjað sem læknar og foreldrar er auðveldara að eiga við vandann,“ segir Tryggvi. „Foreldrar tala oft um að það séu engin önnur úrræði og þau eru að spurja hvert get ég leitað ef ég kemst ekki að hér í ár og hvað á ég að gera á meðan,“ segir Berglind og er að tala um þá sem ekki komst að í Heilsuskólanum. Nýjustu tölurnar sýna að hlutfallslega eru talsvert fleiri börn með offitu á landsbyggðinni. Berglind og Tryggvi segja að þar sé úrræðaleysið hvað mest. „Það er stundum erfitt fyrir fólk úti á landi að komast hingað og eru heilsugæslustöðvarnar og heilbrigðisstofnanirnar þá það eina sem við getum vísað þeim í og þar er auðvitað mismikil þekking,“ segir Berglind. Börn og uppeldi Heilbrigðismál Kompás Tengdar fréttir Íslensk börn hafa aldrei verið jafn þung Íslensk börn hafa aldrei verið jafn þung. Offita hefur aukist verulega síðustu fimm ár og sýna nýjustu mælingar að sex prósent grunnskólabarna séu með sjúkdóminn offitu. 3. nóvember 2019 19:00 Þúsundir íslenskra barna með offitu: „Þessar tölur slá mann niður“ Íslenskum börnum fjölgar hratt sem eru skilgreind með offitu. Athygli vekur hátt hlutfall of feitra meðal unglingsdrengja en tíundi hver drengur í níunda bekk er með offitu. 4. nóvember 2019 08:30 Fimmti hver unglingsdrengur á Vestfjörðum er of feitur Fimmti hver unglingsdrengur á Vestfjörðum er of feitur samkvæmt nýjustu mælingum á ofþyngd íslenskra grunnskólabarna. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir að vestfirsk börn labbi eða hjóli sjaldnar í skólann en jafnaldrar þeirra annars staðar á landinu. Tölurnar komi honum þó á óvart og kallar hann eftir rannsóknum á offitu barna. 4. nóvember 2019 14:07 Mest lesið Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Lögregla leitar manns Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Fleiri fréttir Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Sjá meira
Ríflega sjötíu börn með offitu eru á biðlista til að komast að í Heilsuskóla Barnaspítala Hringsins og þurfa að bíða í allt að ár eftir þjónstu. Sérfræðingar í Heilsuskólanum segja stöðuna slæma. Biðin geti reynst börnunum oft erfið og þá sé erfiðara að hjálpa þeim. Sex prósent íslenskra grunnskólabarna eru með offitu samkvæmt mælingum skólahjúkrunarfræðinga frá síðasta vetri og hefur börnum með offitu fjölgað mikið síðustu ár eins og Kompás fjallaði um í dag. Heilsuskóli Barnaspítala Hringssins er eina formlega úrræðið sem kerfið býður upp á fyrir börnin. Tilvísun í skólann er unnin í samvinnu við skólahjúkrunarfræðinga eða heimilislækni. Þar eru kenndar aðferðir til að takast á við þyngdarstjórnun, börn og fjölskyldur þeirra fá ráðgjöf um mataræði og hreyfingu og sálrænann stuðningur veittur. Það komast 75 börn að í Heilsuskólanum og þrátt fyrir að plássunum hafi fjölgað nýlega hefur biðlistinn lengst. „Þó að við höfum bætt í og tekið við fleiri þá hefur biðlistinn verið að lengjast og núna er biðlistinn um það bil ár þegar við byrjuðum á þessu ári,“ segir Tryggvi Helgason, læknir í Heilsuskóla Barnaspítala Hringsins. Rúmlega sjötíu börn eru nú á biðlista. „Eins og staðan er í dag ráðum við við svona einn fjórða af vandanum. Oft er það þannig að börn eru komin í verri stöðu en þau hefðu geta verið,“ segir Tryggvi Helgason. Meðalaldur barna í Heilsuskólanum er 11 ára. Oft reynist það börnunum erfitt að bíða eftir þjónustu að sögn Berglindar B. Brynjólfsdóttir, sálfræðings. „Þau upplifa það náttúrulega þannig að það sé ekki verið að hjálpa þeim að takast á við þennan vanda. Oft eru þau líka með annars konar vanda sem þarf að hjálpa þeim með, þau eru oft með kvíða, depurð og þetta bara eykur á vandann ef það er ekki tekist á við hann,“ segir Berglind. „Það er þannig að það er erfiðara að eiga við offitu barna þegar börn eru orðin eldri og því fyrr sem við getum byrjað sem læknar og foreldrar er auðveldara að eiga við vandann,“ segir Tryggvi. „Foreldrar tala oft um að það séu engin önnur úrræði og þau eru að spurja hvert get ég leitað ef ég kemst ekki að hér í ár og hvað á ég að gera á meðan,“ segir Berglind og er að tala um þá sem ekki komst að í Heilsuskólanum. Nýjustu tölurnar sýna að hlutfallslega eru talsvert fleiri börn með offitu á landsbyggðinni. Berglind og Tryggvi segja að þar sé úrræðaleysið hvað mest. „Það er stundum erfitt fyrir fólk úti á landi að komast hingað og eru heilsugæslustöðvarnar og heilbrigðisstofnanirnar þá það eina sem við getum vísað þeim í og þar er auðvitað mismikil þekking,“ segir Berglind.
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Kompás Tengdar fréttir Íslensk börn hafa aldrei verið jafn þung Íslensk börn hafa aldrei verið jafn þung. Offita hefur aukist verulega síðustu fimm ár og sýna nýjustu mælingar að sex prósent grunnskólabarna séu með sjúkdóminn offitu. 3. nóvember 2019 19:00 Þúsundir íslenskra barna með offitu: „Þessar tölur slá mann niður“ Íslenskum börnum fjölgar hratt sem eru skilgreind með offitu. Athygli vekur hátt hlutfall of feitra meðal unglingsdrengja en tíundi hver drengur í níunda bekk er með offitu. 4. nóvember 2019 08:30 Fimmti hver unglingsdrengur á Vestfjörðum er of feitur Fimmti hver unglingsdrengur á Vestfjörðum er of feitur samkvæmt nýjustu mælingum á ofþyngd íslenskra grunnskólabarna. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir að vestfirsk börn labbi eða hjóli sjaldnar í skólann en jafnaldrar þeirra annars staðar á landinu. Tölurnar komi honum þó á óvart og kallar hann eftir rannsóknum á offitu barna. 4. nóvember 2019 14:07 Mest lesið Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Lögregla leitar manns Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Fleiri fréttir Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Sjá meira
Íslensk börn hafa aldrei verið jafn þung Íslensk börn hafa aldrei verið jafn þung. Offita hefur aukist verulega síðustu fimm ár og sýna nýjustu mælingar að sex prósent grunnskólabarna séu með sjúkdóminn offitu. 3. nóvember 2019 19:00
Þúsundir íslenskra barna með offitu: „Þessar tölur slá mann niður“ Íslenskum börnum fjölgar hratt sem eru skilgreind með offitu. Athygli vekur hátt hlutfall of feitra meðal unglingsdrengja en tíundi hver drengur í níunda bekk er með offitu. 4. nóvember 2019 08:30
Fimmti hver unglingsdrengur á Vestfjörðum er of feitur Fimmti hver unglingsdrengur á Vestfjörðum er of feitur samkvæmt nýjustu mælingum á ofþyngd íslenskra grunnskólabarna. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir að vestfirsk börn labbi eða hjóli sjaldnar í skólann en jafnaldrar þeirra annars staðar á landinu. Tölurnar komi honum þó á óvart og kallar hann eftir rannsóknum á offitu barna. 4. nóvember 2019 14:07