Fótbolti

Í beinni í dag: Evrópumeistararnir og Chelsea í eldlínunni í Meistaradeildinni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Salah og félagar verða í eldlínunni í kvöld.
Salah og félagar verða í eldlínunni í kvöld. vísir/getty
Fjórða umferðin í Meistaradeild Evrópu hefst í kvöld með átta leikjum en fjórir þeirra verða í beinni útsendingu á sportrásum Stöðvar 2. Meistaradeildin og Meistaradeildarmörkin verða á sínum stað.

Fyrsti leikur dagsins fer fram í Barcelóna þar sem heimamenn taka á móti Slavía Prag. Börsungar lentu í vandræðum á útivelli gegn Prag en höfðu sigur og eru því efstir með sjö stig. Slavía Prag er á botni riðilsins með eitt stig.

Liverpool getur farið langleiðina með að tryggja sig áfram í 16-liða úrslitin með sigri á Genk á heimavelli. Evrópumeistararnir eru með sex stig eftir fyrstu þrjá leikina en Genk er einungis með eitt stig.

Það er stórleikur í Þýskalandi þar sem Romelu Lukaku og félagar í Inter heimsækja Dortmund. Bæði lið eru með fjögur stig eftir fyrstu þrjá leikina og leikurinn því afar mikilvægur í riðlinum.

Toppliðin í H-riðlinum, Chelsea og Ajax, mætast í spennandi leik á Brúnni en Chelsea vann leik liðanna fyrir tveimur vikum þar sem sigurmarkið kom síðla leiks. Bæði lið eru með sex stig, Valencia fjögur og Lille eitt.

Fylgst verður með öllum leikjunum í Meistaradeildarmessunni sem hefst klukkan 19.15 og öllum leikjunum verður svo gerð góð skil í Meistaradeildarmörkunum sem hefst klukkan 22.00.

Í beinni í dag:

17.45 Barcelona - Slavía Prag (Stöð 2 Sport 2)

19.15 Meistaradeildarmessan (Stöð 2 Sport)

19.50 Liverpool - Genk (Stöð 2 Sport 2)

19.50 Dortmund - Inter (Stöð 2 Sport 3)

19.50 Chelsea - Ajax (Stöð 2 Sport 4)

22.00 Meistaradeildarmörkin (Stöð 2 Sport 2)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×