Erlent

Kim sagður vilja funda aftur með Trump

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Svo virðist sem einræðisherra Norður-Kóreu vilji funda með Donald Trump Bandaríkjaforseta í desember. Þetta sagði starfsfólk leyniþjónustu Suður-Kóreu við þarlenda þingnefnd í dag.Kim Jong-un hefur tvívegis fundað með Trump Bandaríkjaforseta. Fyrst í Singapúr á síðasta ári og svo í Víetnam í febrúar. Að auki hafa sendinefndir ríkjanna tveggja oftsinnis hist.Umræðuefnið er kjarnorkuafvopnun Kóreuskagans. Krafa Bandaríkjanna er í grunninn sú að ríkið eyði kjarnorkusvæðum sínum áður en slakað er á viðskiptaþvingunum en Kim-stjórnin hefur fyrst viljað afléttingu þvingana.Nokkuð frost hefur verið í viðræðum ríkjanna frá því fundinum í Víetnam lauk án gerðar nokkurs samkomulags. Erindrekar mættu síðast til viðræðna í Svíþjóð í upphafi síðasta mánaðar. Árangur þeirra viðræðna var enginn.Suðurkóreski miðillinn Yonhap greindi svo frá því í dag að leyniþjónusta Suður-Kóreu hafi tjáð þingnefnd að Kim vildi gjarnan eiga þriðja fundinn með Trump í næsta mánuði. Norður-Kórea hafi sett sér markmið um að viðræðum skuli vera lokið fyrir áramót og samningur í höfn.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.