Fótbolti

Þjálfari Ajax ætlar ekki að yfirgefa félagið fyrir Bayern Munchen

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Eftirsóttur
Eftirsóttur vísir/getty
Erik ten Hag mun ekki yfirgefa Ajax til að taka við stjórnartaumunum hjá þýska stórveldinu Bayern Munchen að því er hann fullyrðir í samtali við þýska fjölmiðla.

Bayern er í þjálfaraleit eftir að Niko Kovac fékk sparkið á sunnudag eftir 5-1 tap gegn Eintracht Frankfurt og var talið að Ten Hag væri efstur á blaði hjá forráðamönnum Bayern en þessi 49 ára gamli Hollendingur hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir störf sín hjá Ajax.

Í samtali við Sky í Þýskalandi var Ten Hag spurður að því hvort hann sæi fram á að vera þjálfari Ajax út yfirstandandi leiktíð.

„Já, ég get staðfest það. Ég er tengdur Ajax sterkum böndum, bæði liðinu og öllum hjá félaginu. Ég get staðfest það að ég mun klára tímabilið með Ajax,“ segir Ten Hag.

Jose Mourinho og Max Allegri eru meðal þeirra sem þykja líklegastir til að taka við starfi Kovac hjá Bayern.


Tengdar fréttir

Kovac rekinn frá Bayern

Bayern München hefur látið þjálfarann Niko Kovac fara frá félaginu eftir aðeins 16 mánuði við stjórnvöllinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×