Fótbolti

Kante loksins klár eftir vandræðin í upphituninni á Laugardalsvelli

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
N'Golo Kante í baráttu við Aron Einar Gunnarsson í landsleik Frakka og Íslendinga.
N'Golo Kante í baráttu við Aron Einar Gunnarsson í landsleik Frakka og Íslendinga. Getty/Jean Catuffe/

Franski miðjumaðurinn N'Golo Kante hefur ekkert spilað eftir afdrifaríka upphitun sína á Laugardalsvellinum 11. október síðastliðinn. Kante er í hópnum hjá Chelsea í kvöld.

N'Golo Kante er bæði lykilmaður hjá Chelsea og franska landsliðinu og átti að byrja landsleikinn á móti Íslandi í Laugardalnum fyrir 25 dögum síðan.

Kante tognaði hins vegar á nára í upphituninni og gat ekki verið með. Hann missti líka af næsta landsleik Frakka og hefur ekkert verið með Chelsea liðinu síðan.

Chelsea menn endurheimta Frakkann öfluga í mikilvægum leik í Meistaradeildinni í kvöld.Chelsea spilar þá við Ajax í Meistaradeildinni og fer leikurinn fram á heimavelli Chelsea, Stamford Bridge í London. Chelsea vann 1-0 sigur á Ajax í Hollandi í síðustu umferð en þessi leikur í kvöld er hluti af fjórðu umferð riðlakeppninnar.

N'Golo Kante hefur aðeins náð að byrja fimm leiki með Chelsea á leiktíðinni en Frank Lampard sagði frá endurkomu hans á blaðamannafundi fyrir Ajax leikinn.

„Hann hefur getað æft með okkur að undanförnu. Hann er því í hópnum og er í boði,“ sagði Frank Lampard.

Chelsea getur náð þriggja stiga forystu á Ajax á toppi H-riðils með sigri. Útsendingin á Stöð 2 Sport 4 hefst klukkan 19.50.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.