Fótbolti

Kante loksins klár eftir vandræðin í upphituninni á Laugardalsvelli

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
N'Golo Kante í baráttu við Aron Einar Gunnarsson í landsleik Frakka og Íslendinga.
N'Golo Kante í baráttu við Aron Einar Gunnarsson í landsleik Frakka og Íslendinga. Getty/Jean Catuffe/
Franski miðjumaðurinn N'Golo Kante hefur ekkert spilað eftir afdrifaríka upphitun sína á Laugardalsvellinum 11. október síðastliðinn. Kante er í hópnum hjá Chelsea í kvöld.

N'Golo Kante er bæði lykilmaður hjá Chelsea og franska landsliðinu og átti að byrja landsleikinn á móti Íslandi í Laugardalnum fyrir 25 dögum síðan.

Kante tognaði hins vegar á nára í upphituninni og gat ekki verið með. Hann missti líka af næsta landsleik Frakka og hefur ekkert verið með Chelsea liðinu síðan.

Chelsea menn endurheimta Frakkann öfluga í mikilvægum leik í Meistaradeildinni í kvöld.





Chelsea spilar þá við Ajax í Meistaradeildinni og fer leikurinn fram á heimavelli Chelsea, Stamford Bridge í London. Chelsea vann 1-0 sigur á Ajax í Hollandi í síðustu umferð en þessi leikur í kvöld er hluti af fjórðu umferð riðlakeppninnar.

N'Golo Kante hefur aðeins náð að byrja fimm leiki með Chelsea á leiktíðinni en Frank Lampard sagði frá endurkomu hans á blaðamannafundi fyrir Ajax leikinn.

„Hann hefur getað æft með okkur að undanförnu. Hann er því í hópnum og er í boði,“ sagði Frank Lampard.

Chelsea getur náð þriggja stiga forystu á Ajax á toppi H-riðils með sigri. Útsendingin á Stöð 2 Sport 4 hefst klukkan 19.50.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×