Innlent

Frumvarp um miklar breytingar á námslánakerfinu

Heimir Már Pétursson skrifar
Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra.
Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra. Vísir/vilhelm
Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra mælti í dag fyrir frumvarpi um Menntasjóð með það að markmiði að búa til réttlátara og nútímalegra námslánakerfi.

Ráðherra sagði frumvarpið meðal annars fela í sér 30 prósenta afslátt á höfuðstóli og verðbótum námsláns ljúki námsmaður prófi innan tiltekins tíma, beinan stuðning vegna framfærslu barna þar með talið vegna meðlagsgreiðslna.

Heimilt verði að greiða námslán út mánaðarlega, afborganir verði mánaðarlegar og námsmenn geti valið óverðtryggð eða verðtryggð lán í lok námstíma.

Ábyrgðir á lánum sem veitt voru fyrir 1999 verða felldar niður að uppfylltum skilyrðum og afborganir standi undir rekstri sjóðsins.

Hér að neðan má sjá viðtal við Jónu Þóreyju Pétursdóttur, forseta Stúdentaráðs Háskóla Íslands, um frumvarpið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×