Innlent

Flugvél Icelandair snúið við til Keflavíkur eftir að brunaboði fór í gang

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Flugvélin lenti heilu og höldnu í Keflavík á níunda tímanum. Myndin er úr safni.
Flugvélin lenti heilu og höldnu í Keflavík á níunda tímanum. Myndin er úr safni. Vísir/vilhelm

Flugvél Icelandair sem tók af stað til Berlínar í morgun var snúið við skömmu eftir flugtak. Viðbúnaður var ræstur út á Keflavíkurflugvelli í samræmi við verklagsreglur en vélin lenti heilu og höldnu á vellinum á níunda tímanum. RÚV greindi fyrst frá.

Guðjón Helgason upplýsingafulltrúi Isavia staðfestir í samtali við Vísi að ósk hafi komið frá flugstjóra um að snúa vélinni við. Hún hafi ekki verið lengi í loftinu þegar boðið barst.

Í samræmi við viðbragðsáætlanir hafi verið virkjað rautt viðbúnaðarstig á flugvellinum og slökkvilið og sjúkraflutningafólk kallað út.

Ekki náðist í Ásdísi Ýri Pétursdóttur upplýsingafulltrúa Icelandair við vinnslu þessarar fréttar en hún segir í samtali við RÚV að brunaboði hafi verið í gang í flugvélinni og því ákveðið að snúa við til Keflavíkur. Þá hafi væg reykjarlykt fundist um borð við lendingu en engin hætta hafi verið á ferð.

Farþegar og áhöfn hafi verið flutt í aðra vél sem fari til Berlínar nú rúmlega níu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.