Innlent

Þeim handtekna sleppt úr haldi

Samúel Karl Ólason skrifar
Neðsta hæðin er ónýt og var eldurinn kominn inn í veggi og upp á aðra hæð þegar slökkviliðsmenn náðu tökum á honum.
Neðsta hæðin er ónýt og var eldurinn kominn inn í veggi og upp á aðra hæð þegar slökkviliðsmenn náðu tökum á honum. Vísir/Tryggvi Páll

Maðurinn sem handtekinn var í nótt í tengslum við bruna á Akureyri hefur verið látinn laus. Þá miðar rannsókn á brunanum vel, samkvæmt Lögreglunni á Norðurlandi eystra. Eldur kom upp í íbúðarhúsi við Sandgerðisbót á Akureyri og var slökkviliðið kallað út um klukkan hálf tvö.

Eldurinn mun hafa kviknað á neðstu hæð hússins og voru tvær manneskjur í íbúð á miðhæð hússins. Viðkomandi komust út af sjálfsdáðum og tilkynntu eldinn.

Sjá einnig: Einn í haldi lögreglu vegna brunans á Akureyri

Neðsta hæðin er ónýt og var eldurinn kominn inn í veggi og upp á aðra hæð þegar slökkviliðsmenn náðu tökum á honum.

Ekki hefur verið gefið út hvort um íkveikju sé að ræða.

Húsið er þriggja hæða, heitir Byrgi og var reist um aldamótin 1900. Það stendur í Sandgerðisbót við smábátahöfnina á Akureyri. Húsið er í eigu Akureyrarbæjar og búa þar skjólstæðingar bæjarins.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.