Fótbolti

Hamrén og Freyr vildu ekki ræða mál Kolbeins

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kolbeinn jafnaði markamet íslenska landsliðsins gegn Andorra í síðasta mánuði.
Kolbeinn jafnaði markamet íslenska landsliðsins gegn Andorra í síðasta mánuði. vísir/vilhelm

Landsliðsþjálfarinn Erik Hamrén og Freyr Alexandersson, aðstoðarmaður hans, vildu ekkert ræða mál Kolbeins Sigþórssonar á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag.

Þar var landsliðshópurinn fyrir leikina gegn Tyrklandi og Moldóvu í undankeppni EM 2020 kynntur.

Kolbeinn var handtekinn vegna óláta á skemmtistað aðfaranótt fimmtudags í síðustu viku. Þrátt fyrir það lék hann með AIK á laugardaginn og skoraði mark liðsins í 1-1 jafntefli við Sundsvall.

Freyr sagði að þeir Hamrén væru í stöðugu sambandi við Kolbein en samræður þeirra snúist aðallega um fótbolta. Hann kvaðst ekkert ætla að tjá sig um handtöku framherjans.

Hamrén tók í sama streng og hvatti viðstadda til að einbeita sér að fótboltanum.


Tengdar fréttir

Kolbeinn í byrjunarliði AIK

Kolbeinn Sigþórsson er í leikmannahópi AIK sem mætir Sundsvall í lokaumferð sænsku úrvalsdeildarinnar í dag.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.