Fótbolti

Arnór Ingvi skoraði en Malmö missti af titlinum | Kolbeinn á skotskónum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Arnór Ingvi kom með beinum hætti að 15 mörkum í sænsku úrvalsdeildinni á tímabilinu.
Arnór Ingvi kom með beinum hætti að 15 mörkum í sænsku úrvalsdeildinni á tímabilinu. vísir/getty
Djurgården varð í dag sænskur meistari eftir æsispennandi lokaumferð. Djurgården fékk einu stigi meira en Malmö og Hammarby en í hálfleik voru öll liðin jöfn að stigum.

Djurgården lenti 2-0 undir gegn Norrköping en kom til baka og jafnaði í 2-2 sem var nóg til að tryggja liðinu sænska meistaratitilinn í fyrsta sinn í 14 ár.

Guðmundur Þórarinsson var í byrjunarliði Norrköping. Hann fékk rauða spjaldið 17 mínútum fyrir leikslok.

Arnór Ingvi Traustason skoraði eitt marka Malmö í 0-5 útisigri á Örebro. Hann skoraði sjö mörk og gaf átta stoðsendingar á tímabilinu. Malmö endaði í 2. sæti með jafn mörg stig og Hammarby.

Aron Jóhannsson kom ekkert við sögu hjá Hammarby sem vann 4-1 sigur á Häcken.

Kolbeinn Sigþórsson lét vandræðin í vikunni ekki á sig fá og skoraði fyrra mark AIK í 2-1 sigri á Sundsvall á heimavelli. Þetta var þriðja mark hans á tímabilinu. AIK endaði í 4. sæti deildarinnar.



Daníel Hafsteinsson sat allan tímann á varamannabekknum hjá Helsingborg sem tapaði fyrir Elfsborg, 1-2. Helsingborg endaði í 10. sæti deildarinnar.


Tengdar fréttir

Kolbeinn í byrjunarliði AIK

Kolbeinn Sigþórsson er í leikmannahópi AIK sem mætir Sundsvall í lokaumferð sænsku úrvalsdeildarinnar í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×