Tottenham tókst ekki að leggja nýliðana á heimavelli

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Alvöru vesen
Alvöru vesen vísir/getty
Hvorki hefur gengið né rekið hjá Tottenham Hotspurs í ensku úrvalsdeildinni á undanförnum vikum en í dag vonuðust stuðningsmenn liðsins til þess að liðið myndi fylgja á eftir stórsigri í Meistaradeildinni í vikunni þar sem nýliðar Sheffield United heimsóttu Tottenham í dag.

Fyrri hálfleikur var markalaus en eftir klukkutíma leik kom Son Heung-Min heimamönnum yfir en hann var á sínum stað í byrjunarliði Tottenham þar sem leikbann hans var dregið til baka.

Skömmu síðar skoruðu gestirnir að því er virtist löglegt mark en eftir að það var skoðað af VAR myndbandatækninni var það dæmt af vegna rangstöðu í aðdraganda marksins.

Gestirnir gáfust hins vegar ekki upp og náðu gildu jöfnunarmarki á 78.mínútu þegar George Baldock skoraði.

Fleiri urðu mörkin ekki og vandræði Tottenham halda áfram en liðið vann síðast deildarleik þann 28.september síðastliðinn. Tottenham í 12.sæti deildarinnar á meðan nýliðar Sheffield United sitja í 5.sætinu með 17 stig.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira