Madridingar léku sér að Eibar

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Markaskorarar kvöldsins
Markaskorarar kvöldsins vísir/getty
Real Madrid átti ekki í nokkrum einustu vandræðum með Eibar þegar liðin mættust á heimavelli síðarnefnda liðsins í La Liga í dag.

Það var snemma ljóst í hvað stefndi því eftir hálftíma leik var staðan orðin 0-3 fyrir gestina. Karim Benzema með tvö markanna en Sergio Ramos eitt. Mark Ramos úr vítaspyrnu og sömuleiðis síðara mark Benzema.

Federico Valverde rak síðasta naglann í kistu Eibar þegar hann skoraði eftir undirbúning Luka Modric á 61.mínútu.

Real Madrid þar með komið í efsta sæti deildarinnar en Barcelona getur reyndar endurheimt toppsætið innan skamms þegar Börsungar fá Celta Vigo í heimsókn klukkan 20 í kvöld.

Bein lýsing

Leikirnir
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.