Fótbolti

Inter vill fá Giroud og Darmian

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Giroud og Conte vilja vinna saman aftur.
Giroud og Conte vilja vinna saman aftur. vísir/getty
Forráðamenn ítalska félagins Inter ætla að veita Juventus alvöru samkeppni og til að undirstrika það verður veskið galopnað í janúar.Efstir á óskalista Inter eru Olivier Giroud, framherji Chelsea, og Matteo Darmian hjá Man. Utd. Liðið vill líka fá hinn 19 ára gamla Svía Dejan Kulusevski sem spilar með Parma en er í eigu Atalanta.Gazzetta dello Sport segir að félagið sé þegar búið að ræða við Giroud sem myndi verða varaskeifa fyrir Romelu Lukaku.Hann spilaði undir stjórn þjálfara Inter, Antonio Conte, hjá Chelsea og náðu þeir ágætlega saman.Inter er einu stigi á eftir Juventus eftir ellefu umferðir í Serie A.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.