Kæra stjórnvöld vegna meðferðar á albönsku konunni Sunna Sæmundsdóttir skrifar 8. nóvember 2019 18:30 Efnt var til mótmæla við dómsmálaráðuneytið í dag vegna brottvísunar óléttu albönsku konunnar. Samtökin Réttur barna á flótta ætla kæra ríkislögreglustjóra, Útlendingastofnun og heilsugæsluna á höfuðborgarsvæðinu fyrir mannréttindabrot sem þau telja að framin hafi verið á óléttu albönsku konunni sem vísað var úr landi í vikunni. Barnshafandi konur mótmæltu fyrir utan dómsmálaráðuneytið í dag. „Dómsmálaráðherra og framkvæmdastjóri Útlendingastofnunar hafa lýst því yfir að öllum reglum hafi verið framfylgt. Og ef þetta eru reglurnar sem við erum að framfylgja að þá þarf bara að breyta þeim," segir Salka Gullbrá Þórarinsdóttir, skipuleggjandi mótmælanna, fyrir utan dómsmálaráðuneytið í dag. Óléttar konur, fólk með börn og fleiri söfnuðust saman fyrir utan ráðuneytið í dag til að mótmæla framgöngu stjórnvalda í máli óléttu albönsku konunnar sem vísað var úr landi aðfaranótt þriðjudags. Mótmælendur skildu eftir kröfubréf til Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra. Konan var gengin um 36 vikur á leið og hafði fengið vottorð er sagði að hún myndi eiga erfitt með langt flug. Síðar var gefið út annað svokallað „Fit to fly" vottorð sem hefur verið umdeilt. Konan var lögð inn á spítala eftir komuna til Albaníu með samdrætti sem gengu síðan niður. „Í augnablikinu held ég að hún sé ekki á spítala heldur bara að flakka á milli vina og vandamanna til að koma sér undan þeirri hættu sem blasti við þeim áður en þau komu hingað," segir Elínborg Harpa Önundardóttir, hjá samtökunum No borders. Mynd sem No Borders Iceland birtu af albönsku konunni þegar hún var hjá lækni í mæðravernd á Íslandi.Mynd/No borders icelandSamtökin Réttur barna á flótta hyggjast höfða mál gegn íslenskum stjórnvöldum vegna meintra vegna mannréttindabrota sem þau telja að framin hafi verið á konunni. Lögmannsstofan Réttur hefur tekið að sér málið og ætla samtökin af stað með söfnun fyrir þrjú hundruð þúsund króna málskostnaði. Vinnist málið renna bætur til fjölskyldunnar. Kærunni er beint að þremur stofnunum. „Það eru ríkislögreglustjóri sem á að kæra, en hann sér um allar brottvísanir sem eru framkvæmdar. Útlendingastofnun fyrir brot á reglum og einnig á að kæra lækninn eða heilsugæsluna fyrir að gefa út þetta vottorð, sem á eftir að koma í ljós hvernig var eiginlega búið til. Þar sem læknirinn hafði aldrei hitt einstaklinginn," segir Elínborg Harpa.Samtökin Réttur barna á flótta halda utan um söfnun fyrir málskostnaði. Þeir sem hafa áhuga á að leggja sitt af mörkum er bent á reikning samtakanna:Bankanúmer: 545-26-8014 Kennitala: 690719-0370 Hælisleitendur Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Samtökin Réttur barna á flótta ætla kæra ríkislögreglustjóra, Útlendingastofnun og heilsugæsluna á höfuðborgarsvæðinu fyrir mannréttindabrot sem þau telja að framin hafi verið á óléttu albönsku konunni sem vísað var úr landi í vikunni. Barnshafandi konur mótmæltu fyrir utan dómsmálaráðuneytið í dag. „Dómsmálaráðherra og framkvæmdastjóri Útlendingastofnunar hafa lýst því yfir að öllum reglum hafi verið framfylgt. Og ef þetta eru reglurnar sem við erum að framfylgja að þá þarf bara að breyta þeim," segir Salka Gullbrá Þórarinsdóttir, skipuleggjandi mótmælanna, fyrir utan dómsmálaráðuneytið í dag. Óléttar konur, fólk með börn og fleiri söfnuðust saman fyrir utan ráðuneytið í dag til að mótmæla framgöngu stjórnvalda í máli óléttu albönsku konunnar sem vísað var úr landi aðfaranótt þriðjudags. Mótmælendur skildu eftir kröfubréf til Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra. Konan var gengin um 36 vikur á leið og hafði fengið vottorð er sagði að hún myndi eiga erfitt með langt flug. Síðar var gefið út annað svokallað „Fit to fly" vottorð sem hefur verið umdeilt. Konan var lögð inn á spítala eftir komuna til Albaníu með samdrætti sem gengu síðan niður. „Í augnablikinu held ég að hún sé ekki á spítala heldur bara að flakka á milli vina og vandamanna til að koma sér undan þeirri hættu sem blasti við þeim áður en þau komu hingað," segir Elínborg Harpa Önundardóttir, hjá samtökunum No borders. Mynd sem No Borders Iceland birtu af albönsku konunni þegar hún var hjá lækni í mæðravernd á Íslandi.Mynd/No borders icelandSamtökin Réttur barna á flótta hyggjast höfða mál gegn íslenskum stjórnvöldum vegna meintra vegna mannréttindabrota sem þau telja að framin hafi verið á konunni. Lögmannsstofan Réttur hefur tekið að sér málið og ætla samtökin af stað með söfnun fyrir þrjú hundruð þúsund króna málskostnaði. Vinnist málið renna bætur til fjölskyldunnar. Kærunni er beint að þremur stofnunum. „Það eru ríkislögreglustjóri sem á að kæra, en hann sér um allar brottvísanir sem eru framkvæmdar. Útlendingastofnun fyrir brot á reglum og einnig á að kæra lækninn eða heilsugæsluna fyrir að gefa út þetta vottorð, sem á eftir að koma í ljós hvernig var eiginlega búið til. Þar sem læknirinn hafði aldrei hitt einstaklinginn," segir Elínborg Harpa.Samtökin Réttur barna á flótta halda utan um söfnun fyrir málskostnaði. Þeir sem hafa áhuga á að leggja sitt af mörkum er bent á reikning samtakanna:Bankanúmer: 545-26-8014 Kennitala: 690719-0370
Hælisleitendur Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira