Liverpool getur aftur stungið af Hjörvar Ólafsson skrifar 9. nóvember 2019 12:30 Klopp og Guardiola. vísir/getty Manchester City og Liverpool voru í algjörum sérflokki á síðasta keppnistímabili í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla. Baráttu liðanna um enska meistaratitilinn lauk í síðustu umferð deildarinnar síðasta vor þar sem Manchester City stóð uppi sem meistari. Liverpool var með forystu framan af tímabili í fyrra en sigur Manchester City í toppslag liðanna í janúarbyrjun reyndist vendipunktur á tímabilinu. Svipuð sviðsmynd er uppi núna þar sem Liverpool hefur sex stiga forskot á Manchester City fyrir leik liðanna í 12. umferð deildarinnar sem fram fer á Anfield á morgun. Liverpool hafði hins vegar sjö stiga forystu þegar leikurinn á Etihad-leikvanginum hófst á síðasta keppnistímabili. Leicester City og Chelsea eru svo í seilingarfjarlægð frá toppbaráttunni eins og sakir standa en ekki var búist við slíkum stórræðum af þeim liðum þegar yfirstandandi leiktíð hófst. Skotin hafa gengið á milli knattspyrnustjóra Manchester City og Liverpool en Pep Guardiola hóf vikuna á að saka Sadio Mané um leikaraskap og Jürgen Klopp svaraði þeim ummælum með því að væna Manchester City um að stunda taktísk brot með skipulögðum hætti. Þeir sögðu þó báðir að gagnkvæm virðing væri á milli þeirra og þeir hlökkuðu til þess að mætast um helgina. Manchester City er í vænlegri stöðu í riðli sínum í Meistaradeild Evrópu og gat farið nokkuð afslappað inn í leikinn gegn Atalanta í miðri viku. Púlsinn hefur samt líklega hækkað töluvert hjá Guardiola þegar hann sá aðalmarkvörð sinn, Ederson, rölta meiddan af velli í þeim leik. Ederson verður ekki klár í tæka tíð fyrir leik morgundagsins en líklega mun Claudio Bravo af þeim sökum standa á milli stanganna í þessum mikilvæga leik. Klopp gat aftur á móti leyft sér að hvíla Mohamed Salah sem hefur verið að glíma við ökklameiðsli undanfarnar vikur en hann fór af velli í upphafi síðari hálfleiks í sigrinum á móti Genk. Þá hefur Jordan Henderson hrist af sér veikindin sem urðu til þess að hann missti af leiknum við belgíska liðið. Einhverjar áhyggjuraddir sögðu Virgil van Dijk hafa meiðst en stuðningsmenn Liverpool geta sofið rólegir þar sem hann er klár í slaginn. Tölfræðin er á bandi Liverpool í þessum leik en liðið hefur einungis beðið ósigur einu sinni í síðustu 28 deildarleikjum liðanna á Anfield og Liverpool hefur ekki tapaði í 16 síðustu viðureignum liðanna í deildinni. Þegar litið er á síðustu fimm leiki liðanna í deildinni er jafnræði með þeim en ef 5-0 sigur Manchester City í leik þeirra í september árið 2017 er tekinn út fyrir sviga þá hefur hvort lið um sig haft betur í einum leik og tveimur leikjanna hefur lyktað með jafntefli. Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Íslenski boltinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Fleiri fréttir Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti „Eina leiðin til að lifa af“ Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Sjá meira
Manchester City og Liverpool voru í algjörum sérflokki á síðasta keppnistímabili í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla. Baráttu liðanna um enska meistaratitilinn lauk í síðustu umferð deildarinnar síðasta vor þar sem Manchester City stóð uppi sem meistari. Liverpool var með forystu framan af tímabili í fyrra en sigur Manchester City í toppslag liðanna í janúarbyrjun reyndist vendipunktur á tímabilinu. Svipuð sviðsmynd er uppi núna þar sem Liverpool hefur sex stiga forskot á Manchester City fyrir leik liðanna í 12. umferð deildarinnar sem fram fer á Anfield á morgun. Liverpool hafði hins vegar sjö stiga forystu þegar leikurinn á Etihad-leikvanginum hófst á síðasta keppnistímabili. Leicester City og Chelsea eru svo í seilingarfjarlægð frá toppbaráttunni eins og sakir standa en ekki var búist við slíkum stórræðum af þeim liðum þegar yfirstandandi leiktíð hófst. Skotin hafa gengið á milli knattspyrnustjóra Manchester City og Liverpool en Pep Guardiola hóf vikuna á að saka Sadio Mané um leikaraskap og Jürgen Klopp svaraði þeim ummælum með því að væna Manchester City um að stunda taktísk brot með skipulögðum hætti. Þeir sögðu þó báðir að gagnkvæm virðing væri á milli þeirra og þeir hlökkuðu til þess að mætast um helgina. Manchester City er í vænlegri stöðu í riðli sínum í Meistaradeild Evrópu og gat farið nokkuð afslappað inn í leikinn gegn Atalanta í miðri viku. Púlsinn hefur samt líklega hækkað töluvert hjá Guardiola þegar hann sá aðalmarkvörð sinn, Ederson, rölta meiddan af velli í þeim leik. Ederson verður ekki klár í tæka tíð fyrir leik morgundagsins en líklega mun Claudio Bravo af þeim sökum standa á milli stanganna í þessum mikilvæga leik. Klopp gat aftur á móti leyft sér að hvíla Mohamed Salah sem hefur verið að glíma við ökklameiðsli undanfarnar vikur en hann fór af velli í upphafi síðari hálfleiks í sigrinum á móti Genk. Þá hefur Jordan Henderson hrist af sér veikindin sem urðu til þess að hann missti af leiknum við belgíska liðið. Einhverjar áhyggjuraddir sögðu Virgil van Dijk hafa meiðst en stuðningsmenn Liverpool geta sofið rólegir þar sem hann er klár í slaginn. Tölfræðin er á bandi Liverpool í þessum leik en liðið hefur einungis beðið ósigur einu sinni í síðustu 28 deildarleikjum liðanna á Anfield og Liverpool hefur ekki tapaði í 16 síðustu viðureignum liðanna í deildinni. Þegar litið er á síðustu fimm leiki liðanna í deildinni er jafnræði með þeim en ef 5-0 sigur Manchester City í leik þeirra í september árið 2017 er tekinn út fyrir sviga þá hefur hvort lið um sig haft betur í einum leik og tveimur leikjanna hefur lyktað með jafntefli.
Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Íslenski boltinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Fleiri fréttir Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti „Eina leiðin til að lifa af“ Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Sjá meira