Þeir bestu ekki alveg með reglurnar á tæru Björn Thorfinnsson skrifar 9. nóvember 2019 08:00 Wesley So, sem er hér til hægri, varð heimsmeistari. Mynd/Maria Emelianova Forseti Skáksambandsins var yfirdómari á heimsmeistaramótinu í Fischerslembiskák sem fram fór á dögunum. Hann segir mikið hafa reynt á dómarann þar sem bestu skákmenn heims hafi ekki verið með reglurnar á hreinu. Um síðustu helgi lauk heimsmeistaramótinu í Fischer-slembiskák í Bærum í Noregi. Mótið vakti mikla athygli ytra enda öttu þar kappi fremstu skákmenn heims í þessu óvenjulega afbrigði af skáklistinni. Þar á meðal Magnus Carlsen, heimsmeistari í skák, sem er þjóðhetja hjá frændþjóðinni. Íslendingar áttu fulltrúa á vettvangi en yfirdómari mótsins var Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands. Hann segir að mótið hafi verið frábær upplifun en óvenju mikið hafi þó reynt á dómara mótsins því þessir bestu skákmenn heims voru ekki alltaf með leikreglurnar á hreinu.Hugarfóstur Bobby Fischer Fischer-slembiskák er, eins og nafnið gefur tilkynna, hugarfóstur Bobbys Fischer heitins, skáksnillingsins sem hvílir nú í íslenskri mold. Fischer hafði áhyggjur af því að búið væri að rannsaka hina hefðbundnu skák um of og bjó því til nýtt afbrigði. Það virkar þannig að þungu mönnunum er raðað á tilviljanakenndan hátt fyrir aftan peðin en þegar leikar hefjast gilda almennar skákreglur. Afleiðingin er sú að skákmenn geta ekki undirbúið sig eins og vanalega heldur þurfa alfarið að treysta á hyggjuvitið yfir borðinu. „Það sem vefst fyrir flestum eru reglurnar sem gilda um hrókanir. Það kom einmitt upp eitt atvik þar sem einn besti skákmaður heims, Rússinn Nepomi klúðraði hrókun og upphófst heilmikil rekistefna. Ég úrskurðaði leikinn ólöglegan en málinu var síðan áfrýjað og niðurstaðan varð sú að skákin var endurtekin. Ég er enn á því að það hafi verið kolröng ákvörðun en þetta sýnir kannski að þetta afbrigði er að feta ótroðnar slóðir,“ segir Gunnar.Heimsmeistaraeinvígið hugsanlega haldið á Íslandi Að hans mati var um frábæran viðburð að ræða sem mun eflaust stuðla að framgangi Fischer-slembiskákarinnar. „Þetta er frábært afbrigði af skáklistinni samhliða hinni hefðbundnu skák sem ég tel að eigi nóg eftir,“ segir Gunnar. Hann segir mikinn heiður hafa verið fólginn í því að honum bauðst að vera aðaldómari mótsins. „Samstarf milli íslensku og norsku skáksambandanna er afar gott og þetta er angi af því. Samhliða mótshaldinu fundaði ég einnig með fulltrúum norsku skákhreyfingarinnar um þá hugmynd að Noregur og Ísland standi saman að skipulagningu heimsmeistaraeinvígisins í skák árið 2022,“ segir Gunnar. Þær hugmyndir hafa verið viðraðar áður að Ísland tæki að sér einvígið í tilefni af 50 ára afmæli Einvígis aldarinnar sem fór fram árið 1972. Meðal annars fundaði Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, í byrjun árs með forseta Alþjóðaskáksambandsins um málefnið þegar sá síðastnefndi kom í heimsókn til landsins. Birtist í Fréttablaðinu Skák Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Málið er fast“ Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Sjá meira
Forseti Skáksambandsins var yfirdómari á heimsmeistaramótinu í Fischerslembiskák sem fram fór á dögunum. Hann segir mikið hafa reynt á dómarann þar sem bestu skákmenn heims hafi ekki verið með reglurnar á hreinu. Um síðustu helgi lauk heimsmeistaramótinu í Fischer-slembiskák í Bærum í Noregi. Mótið vakti mikla athygli ytra enda öttu þar kappi fremstu skákmenn heims í þessu óvenjulega afbrigði af skáklistinni. Þar á meðal Magnus Carlsen, heimsmeistari í skák, sem er þjóðhetja hjá frændþjóðinni. Íslendingar áttu fulltrúa á vettvangi en yfirdómari mótsins var Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands. Hann segir að mótið hafi verið frábær upplifun en óvenju mikið hafi þó reynt á dómara mótsins því þessir bestu skákmenn heims voru ekki alltaf með leikreglurnar á hreinu.Hugarfóstur Bobby Fischer Fischer-slembiskák er, eins og nafnið gefur tilkynna, hugarfóstur Bobbys Fischer heitins, skáksnillingsins sem hvílir nú í íslenskri mold. Fischer hafði áhyggjur af því að búið væri að rannsaka hina hefðbundnu skák um of og bjó því til nýtt afbrigði. Það virkar þannig að þungu mönnunum er raðað á tilviljanakenndan hátt fyrir aftan peðin en þegar leikar hefjast gilda almennar skákreglur. Afleiðingin er sú að skákmenn geta ekki undirbúið sig eins og vanalega heldur þurfa alfarið að treysta á hyggjuvitið yfir borðinu. „Það sem vefst fyrir flestum eru reglurnar sem gilda um hrókanir. Það kom einmitt upp eitt atvik þar sem einn besti skákmaður heims, Rússinn Nepomi klúðraði hrókun og upphófst heilmikil rekistefna. Ég úrskurðaði leikinn ólöglegan en málinu var síðan áfrýjað og niðurstaðan varð sú að skákin var endurtekin. Ég er enn á því að það hafi verið kolröng ákvörðun en þetta sýnir kannski að þetta afbrigði er að feta ótroðnar slóðir,“ segir Gunnar.Heimsmeistaraeinvígið hugsanlega haldið á Íslandi Að hans mati var um frábæran viðburð að ræða sem mun eflaust stuðla að framgangi Fischer-slembiskákarinnar. „Þetta er frábært afbrigði af skáklistinni samhliða hinni hefðbundnu skák sem ég tel að eigi nóg eftir,“ segir Gunnar. Hann segir mikinn heiður hafa verið fólginn í því að honum bauðst að vera aðaldómari mótsins. „Samstarf milli íslensku og norsku skáksambandanna er afar gott og þetta er angi af því. Samhliða mótshaldinu fundaði ég einnig með fulltrúum norsku skákhreyfingarinnar um þá hugmynd að Noregur og Ísland standi saman að skipulagningu heimsmeistaraeinvígisins í skák árið 2022,“ segir Gunnar. Þær hugmyndir hafa verið viðraðar áður að Ísland tæki að sér einvígið í tilefni af 50 ára afmæli Einvígis aldarinnar sem fór fram árið 1972. Meðal annars fundaði Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, í byrjun árs með forseta Alþjóðaskáksambandsins um málefnið þegar sá síðastnefndi kom í heimsókn til landsins.
Birtist í Fréttablaðinu Skák Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Málið er fast“ Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Sjá meira