Fótbolti

Fyrsta mark Björns í þrjá mánuði kom í óvæntu tapi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Björn í leik gegn CSKA Moskvu á síðustu leiktíð.
Björn í leik gegn CSKA Moskvu á síðustu leiktíð. vísir/getty

Björn Bergmann Sigurðarson skoraði sitt fyrsta mark síðan 12. ágúst er hann skoraði í 2-1 tapi Rostov gegn FC Tambov.

Björn Bergmann hefur verið að glíma við mikil meiðsli á leiktíðinni en var í byrjunarliði Rostov í dag sem og Ragnar Sigurðsson.

Skagamaðurinn kom Rostov yfir á 7. mínútu en tvö mörk frá gestunum frá Tambov í síðari hálfleik tryggði þeim stigin þrjú.

Björn Bergmann fór af velli á 77. mínútu en Ragnar Sigurðsson spilaði allan leikinn í miðri vörn Rostov.

Rostov er í 2. sæti deildarinnar með 30 stig, þremur stigum á eftir Zenit, en Tambov er í næst neðsta sætinu svo tapið var afar slæmt.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.