Íslendingar elska að fara til Ítalíu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 9. nóvember 2019 19:15 Ítalía er að verða einn af vinsælustu ferðamannastöðum, sem Íslendingar heimsækja en íslensk hjón, sem búa í Bolzano í Suður Tíról hafa tekið á móti um tíu þúsund Íslendingum þar á síðustu árum. Allar ferðir á næsta ári eru nánast uppbókaðar hjá þeim. Það tekur um þrjár klukkustundir og fjörutíu og fimm mínútur að fljúga frá Íslandi til München í Þýskalandi og þaðan er oftast tekin rúta til Bolzano, sem er norðarlega í ítölsku Ölpunum og er höfuðborg Suður Tíról. Jóna Fanney Svavarsdóttir og Erlendur Þór Elvarsson, alltaf kallaður Elli, eru með Eldhúsferðir, sem hafa sérhæft sig í að taka á móti íslenskum hópum til Ítalíu. Fyrstu hóparnir komu 2013 og í dag eru þau að verða búin að taka á móti 10 þúsund Íslendingum. 30 kórar hafa til dæmis farið í ferðir með þeim. „Þetta byrjaði mest með kórum en núna erum við farin út í það að vera með gönguhópa, hjólahópa og saumaklúbba. Í sumar komu svo til okkar, þá urðu Eldhúsferðir alvöru Eldhúsferðir, því þá fengum við matartækna, sem komu á matreiðslunámskeið“, segir Jóna Fanney. En hvað er það sem Íslendingarnir fá að skoða á Ítalíu? „Við erum mest að fara til Suður Tíról á Ítalíu, það er það sem við köllum Rolls Royin okkar. Þá erum við að fara í Dólómítana í Ítölsku Ölpunum, borgin Bolzona, sem er í miðjum Ölpunum, þaðan förum við að Gardavatninu og vítt og breidd um Suður Tíról þar, sem við skoðum fjöll og dali. Við förum líka með hópana á staði þar sem smökkum skemmtilega rétti heimamanna, hunang og ýmislegt annað og að sjálfsögðu fáum við fullt af snöfsum og víni, ekta svona sem gleður“, segir Jóna Fanney og hlær. Hún segir að ferðirnar til Ítalíu hafi algjörlega slegið í gegn hjá Íslendingum en til marks um það þá er næsta ár að verða fullbókað hjá þeim hjónum frá apríl og út október. Íslendingar kunna vel við sig í Ítalíu og skemmta sér alltaf vel þar. Hér er Lárus Ingi Friðfinnsson úr Hveragerði kátur með Jónu Fanney en hann er ný komin heim úr Ítalíuferð með Eldhúsferðum.Magnús Hlynur Hreiðarsson.En er eitthvað líkt með Íslendingum og Ítölum? „Já, þeir eru svona aðeins léttari í lund, þeir eru minna stressaðir, það er svolítið stress í okkur Íslendingum, það er svona rafmagn, maður finnur það stundum þegar hóparnir eru að koma, eru í gírnum, það tekur daginn að vinda ofan af þeim, anda inn með nefinu og út aftur í rólegheitum og svona, það er stressið“. Ferðalög Íslendingar erlendis Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Ítalía er að verða einn af vinsælustu ferðamannastöðum, sem Íslendingar heimsækja en íslensk hjón, sem búa í Bolzano í Suður Tíról hafa tekið á móti um tíu þúsund Íslendingum þar á síðustu árum. Allar ferðir á næsta ári eru nánast uppbókaðar hjá þeim. Það tekur um þrjár klukkustundir og fjörutíu og fimm mínútur að fljúga frá Íslandi til München í Þýskalandi og þaðan er oftast tekin rúta til Bolzano, sem er norðarlega í ítölsku Ölpunum og er höfuðborg Suður Tíról. Jóna Fanney Svavarsdóttir og Erlendur Þór Elvarsson, alltaf kallaður Elli, eru með Eldhúsferðir, sem hafa sérhæft sig í að taka á móti íslenskum hópum til Ítalíu. Fyrstu hóparnir komu 2013 og í dag eru þau að verða búin að taka á móti 10 þúsund Íslendingum. 30 kórar hafa til dæmis farið í ferðir með þeim. „Þetta byrjaði mest með kórum en núna erum við farin út í það að vera með gönguhópa, hjólahópa og saumaklúbba. Í sumar komu svo til okkar, þá urðu Eldhúsferðir alvöru Eldhúsferðir, því þá fengum við matartækna, sem komu á matreiðslunámskeið“, segir Jóna Fanney. En hvað er það sem Íslendingarnir fá að skoða á Ítalíu? „Við erum mest að fara til Suður Tíról á Ítalíu, það er það sem við köllum Rolls Royin okkar. Þá erum við að fara í Dólómítana í Ítölsku Ölpunum, borgin Bolzona, sem er í miðjum Ölpunum, þaðan förum við að Gardavatninu og vítt og breidd um Suður Tíról þar, sem við skoðum fjöll og dali. Við förum líka með hópana á staði þar sem smökkum skemmtilega rétti heimamanna, hunang og ýmislegt annað og að sjálfsögðu fáum við fullt af snöfsum og víni, ekta svona sem gleður“, segir Jóna Fanney og hlær. Hún segir að ferðirnar til Ítalíu hafi algjörlega slegið í gegn hjá Íslendingum en til marks um það þá er næsta ár að verða fullbókað hjá þeim hjónum frá apríl og út október. Íslendingar kunna vel við sig í Ítalíu og skemmta sér alltaf vel þar. Hér er Lárus Ingi Friðfinnsson úr Hveragerði kátur með Jónu Fanney en hann er ný komin heim úr Ítalíuferð með Eldhúsferðum.Magnús Hlynur Hreiðarsson.En er eitthvað líkt með Íslendingum og Ítölum? „Já, þeir eru svona aðeins léttari í lund, þeir eru minna stressaðir, það er svolítið stress í okkur Íslendingum, það er svona rafmagn, maður finnur það stundum þegar hóparnir eru að koma, eru í gírnum, það tekur daginn að vinda ofan af þeim, anda inn með nefinu og út aftur í rólegheitum og svona, það er stressið“.
Ferðalög Íslendingar erlendis Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira