Viðtal sem aldrei átti að fara í loftið kostaði sitt Jakob Bjarnar skrifar 30. október 2019 14:08 Jón Ársæll og RÚV þurfa að borga einum viðmælanda í þáttunum Paradís eina milljón króna. Nú skömmu eftir hádegi var kveðinn upp dómur í máli Gyðu Drafnar Grétarsdóttur á hendur Jóni Ársæli Þórðarsyni sjónvarpsmanni og Ríkissjónvarpinu. Var þeim gert að greiða Gyðu Dröfn eina milljón króna í skaðabætur. Er það með dráttarvöxtum frá 18. mars í fyrra. Fréttablaðið greindi frá þessu.Vildi sjá viðtalið áður en það færi í loftiðVísir hefur fjallað ítarlega um málið og var við málflutning þess í héraðsdómi Reykjavíkur. Gyða Dröfn vildi fá fimm milljónir króna. Hvorki Jón Ársæll né Ríkisútvarpið mótmæltu bótaskyldu en hins vegar vildu lögmenn hinna ákærðu meina að bótakrafan væri allt of há. Jón Ársæll tók viðtal við Gyðu Dröfn í tengslum við þætti hans Paradísarheimt. Gyða fékk svo bakþanka og vildi ekki að viðtalið birtist en hún vill meina að það hafi verið veitt með því skilyrði að hún fengi að sjá það áður en því væri sjónvarpað. En, því sinnti Jón Ársæll og Ríkisútvarpið ekki. Deilt um sáttavilja Ólafur Valur Guðjónsson, lögmaður stefnanda, sagði við málflutninginn engan sáttavilji fyrir hendi hvorki hjá Ríkisútvarpinu né Jóni Ársæli og því væri málið nú komið í þennan farveg. Þessu mótmælti Stefán A. Svensson lögmaður Ríkisútvarpsins og sagði að ekki væri hægt að leggja mál þannig upp, á þeim forsendum að nefnd sé tala x og á hana sé ekki fallist, að enginn sáttavilji hafi verið fyrir hendi. Það hafi farið fram fundir um málið. Ólafur sagði að viðtalið hafi valdið skjólstæðingi hans miklum miska, eðli máls væri einfaldlega þannig en þar var komið inn á viðkvæm persónuleg atriði. Og hún væri ekki á góðum stað, hvorki fyrir né eftir. Bæði lögmenn Jóns Ársæls sem Ríkisútvarpsins lögðu á það áherslu að persónuverndarákvæði stjórnarskrár hafi ekki verið brotin. Ekki liggur fyrir hvort málinu verður áfrýjað, ekki tókst að ná í Ólaf Val lögmann en að teknu tilliti til málflutnings lögmanna Jóns Ársæls og Ríkisútvarpsins þá mætti ætla að dómurinn þyki vel ásættanlegur á þeim bænum. Jón Ársæll vildi ekki tjá sig um málið þegar Vísir leitaði eftir sjónarmiðum hans. Dómsmál Fangelsismál Fjölmiðlar Tengdar fréttir Viðtalið sem aldrei átti að fara í loftið Viðmælandi Jóns Ársæls vill fá 5 milljónir króna í bætur. 2. október 2019 14:47 RÚV og Jón Ársæll dregin fyrir dóm Kona sem var viðmælandi og umfjöllunarefni í einum þátta sjónvarpsþáttaraðar Jóns Ársæls Þórðarsonar, Paradísarheimt, hefur höfðað mál gegn sjónvarpsmanninum góðkunna og Ríkisútvarpinu. 26. júní 2019 06:30 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Nú skömmu eftir hádegi var kveðinn upp dómur í máli Gyðu Drafnar Grétarsdóttur á hendur Jóni Ársæli Þórðarsyni sjónvarpsmanni og Ríkissjónvarpinu. Var þeim gert að greiða Gyðu Dröfn eina milljón króna í skaðabætur. Er það með dráttarvöxtum frá 18. mars í fyrra. Fréttablaðið greindi frá þessu.Vildi sjá viðtalið áður en það færi í loftiðVísir hefur fjallað ítarlega um málið og var við málflutning þess í héraðsdómi Reykjavíkur. Gyða Dröfn vildi fá fimm milljónir króna. Hvorki Jón Ársæll né Ríkisútvarpið mótmæltu bótaskyldu en hins vegar vildu lögmenn hinna ákærðu meina að bótakrafan væri allt of há. Jón Ársæll tók viðtal við Gyðu Dröfn í tengslum við þætti hans Paradísarheimt. Gyða fékk svo bakþanka og vildi ekki að viðtalið birtist en hún vill meina að það hafi verið veitt með því skilyrði að hún fengi að sjá það áður en því væri sjónvarpað. En, því sinnti Jón Ársæll og Ríkisútvarpið ekki. Deilt um sáttavilja Ólafur Valur Guðjónsson, lögmaður stefnanda, sagði við málflutninginn engan sáttavilji fyrir hendi hvorki hjá Ríkisútvarpinu né Jóni Ársæli og því væri málið nú komið í þennan farveg. Þessu mótmælti Stefán A. Svensson lögmaður Ríkisútvarpsins og sagði að ekki væri hægt að leggja mál þannig upp, á þeim forsendum að nefnd sé tala x og á hana sé ekki fallist, að enginn sáttavilji hafi verið fyrir hendi. Það hafi farið fram fundir um málið. Ólafur sagði að viðtalið hafi valdið skjólstæðingi hans miklum miska, eðli máls væri einfaldlega þannig en þar var komið inn á viðkvæm persónuleg atriði. Og hún væri ekki á góðum stað, hvorki fyrir né eftir. Bæði lögmenn Jóns Ársæls sem Ríkisútvarpsins lögðu á það áherslu að persónuverndarákvæði stjórnarskrár hafi ekki verið brotin. Ekki liggur fyrir hvort málinu verður áfrýjað, ekki tókst að ná í Ólaf Val lögmann en að teknu tilliti til málflutnings lögmanna Jóns Ársæls og Ríkisútvarpsins þá mætti ætla að dómurinn þyki vel ásættanlegur á þeim bænum. Jón Ársæll vildi ekki tjá sig um málið þegar Vísir leitaði eftir sjónarmiðum hans.
Dómsmál Fangelsismál Fjölmiðlar Tengdar fréttir Viðtalið sem aldrei átti að fara í loftið Viðmælandi Jóns Ársæls vill fá 5 milljónir króna í bætur. 2. október 2019 14:47 RÚV og Jón Ársæll dregin fyrir dóm Kona sem var viðmælandi og umfjöllunarefni í einum þátta sjónvarpsþáttaraðar Jóns Ársæls Þórðarsonar, Paradísarheimt, hefur höfðað mál gegn sjónvarpsmanninum góðkunna og Ríkisútvarpinu. 26. júní 2019 06:30 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Viðtalið sem aldrei átti að fara í loftið Viðmælandi Jóns Ársæls vill fá 5 milljónir króna í bætur. 2. október 2019 14:47
RÚV og Jón Ársæll dregin fyrir dóm Kona sem var viðmælandi og umfjöllunarefni í einum þátta sjónvarpsþáttaraðar Jóns Ársæls Þórðarsonar, Paradísarheimt, hefur höfðað mál gegn sjónvarpsmanninum góðkunna og Ríkisútvarpinu. 26. júní 2019 06:30