Innlent

Frystikista féll af palli bifreiðar á Skeiðavegi

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Það var nóg að gera hjá lögreglunni í nótt.
Það var nóg að gera hjá lögreglunni í nótt. Vísir/Vilhelm
Um klukkan fjögur í dag var vegfarandi um Skeiðaveg fyrir því óláni að ný frystikista féll af palli bifreiðar hans.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi hafnaði frystikistan fyrir utan veg. Þar sem eigandinn var einn á ferð sótti hann mann sér til aðstoðar til þess að koma frystikistunni aftur upp á pallinn. Þegar hann kom aftur á vettvang greip hann þó í tómt því að búið að fjarlægja frystikistuna í millitíðinni.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er ekkert vitað um það hver tók þessa nýju frystikistu. Um var að ræða 311 lítra frystikistu og málin á henni eru 92 x 118 x 70 cm. Þeir geta gefið upplýsingar um hvar frystikistan er niður komin eru beðnir um að koma þeim upplýsingum til lögreglunnar á Selfossi.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.