Hafna málatilbúnaði tónfræðings Jóhanns Garðar Örn Úlfarsson skrifar 31. október 2019 06:05 Niðurstöðum tónlistarfræðingsins Judith Finell fyrir hönd Jóhanns Helgasonar í dómsmáli í Los Angeles er harðlega mótmælt. Fréttablaðið/Anton Brink Niðurstöðum tónlistarfræðingsins Judith Finell fyrir hönd Jóhanns Helgasonar í dómsmáli í Los Angeles er harðlega mótmælt í skýrslum lögmanna og tónlistarfræðings fyrirtækjanna sem stefnt er í lagastuldarmálinu. Segja lögmennirnir Barry U. Slotnick, Tal E. Dickstein og Ava Badiee að andsvör Jóhanns við áliti tónlistarfræðings sem starfar fyrir þá byggja á sérfræðiskýrslum sem séu afar hlutdrægar, óáreiðanlegar og órökstuddar. Þess vegna eigi ekki að taka mark á þeim. Þetta kemur fram í greinargerð þeirra sem lögð hefur verið fyrir dómstólinn í Los Angeles. „Jafnvel þótt notuð sé hin gallaða greining sérfræðings stefnanda [Jóhanns] þá stendur eftir sú staðreynd að hver þau smávægilegu líkindi sem eru milli laganna tveggja er að finna í vel þekktum eldri verkum,“ segja lögmennirnir. Jafnvel séu meiri líkindi milli You Raise Me Up og þessara eldri verka en milli You Raise Me Up og Söknuðar. Tónlistarfræðingur Universal og Warner, Lawrence Ferrara, segist í 82 síðna nýrri greinargerð sinni hafa yfirfarið greinargerð Judith Finell. Skoðun hans á málinu sé óbreytt. „Það er ekkert sem styður þá fullyrðingu að tónfræðilegir þættir sem eru til staðar í You Raise Me Up séu teknir úr Söknuði,“ segir Ferrara. Margvíslegir gallar séu á vinnubrögðum Judith Finell. Hún mistúlki aðferðafræði og greiningar hans sjálfs. „Þegar þeir tónfræðilegu þættir sem um ræðir eru skildir frá eru líkindin sem eftir standa milli Söknuðar og You Raise Me Up óveruleg, slitrótt og smávægileg,“ segir í niðurstöðu Larwrence. Þess má geta að höfundar You Raise Me Up; norski lagasmiðurinn Rolf Løvland og írski textahöfundurinn Brendan Graham, hafa enn sem komið er hvorugur tilnefnt lögmann fyrir sína hönd við dómstólinn í Los Angeles. Samkvæmt dagskrá mun dómarinn ákveða í desember hvort orðið verður við kröfu lögmanna Universal og Warner um frávísun málsins eða hvort það verður tekið til áframhaldandi meðferðar. Haldi málið áfram má búast við að skipaður verði kviðdómur til að skera úr um ágreininginn. Birtist í Fréttablaðinu Höfundaréttur Jóhann Helgason gegn Universal Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Skotárás á Times Square Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Niðurstöðum tónlistarfræðingsins Judith Finell fyrir hönd Jóhanns Helgasonar í dómsmáli í Los Angeles er harðlega mótmælt í skýrslum lögmanna og tónlistarfræðings fyrirtækjanna sem stefnt er í lagastuldarmálinu. Segja lögmennirnir Barry U. Slotnick, Tal E. Dickstein og Ava Badiee að andsvör Jóhanns við áliti tónlistarfræðings sem starfar fyrir þá byggja á sérfræðiskýrslum sem séu afar hlutdrægar, óáreiðanlegar og órökstuddar. Þess vegna eigi ekki að taka mark á þeim. Þetta kemur fram í greinargerð þeirra sem lögð hefur verið fyrir dómstólinn í Los Angeles. „Jafnvel þótt notuð sé hin gallaða greining sérfræðings stefnanda [Jóhanns] þá stendur eftir sú staðreynd að hver þau smávægilegu líkindi sem eru milli laganna tveggja er að finna í vel þekktum eldri verkum,“ segja lögmennirnir. Jafnvel séu meiri líkindi milli You Raise Me Up og þessara eldri verka en milli You Raise Me Up og Söknuðar. Tónlistarfræðingur Universal og Warner, Lawrence Ferrara, segist í 82 síðna nýrri greinargerð sinni hafa yfirfarið greinargerð Judith Finell. Skoðun hans á málinu sé óbreytt. „Það er ekkert sem styður þá fullyrðingu að tónfræðilegir þættir sem eru til staðar í You Raise Me Up séu teknir úr Söknuði,“ segir Ferrara. Margvíslegir gallar séu á vinnubrögðum Judith Finell. Hún mistúlki aðferðafræði og greiningar hans sjálfs. „Þegar þeir tónfræðilegu þættir sem um ræðir eru skildir frá eru líkindin sem eftir standa milli Söknuðar og You Raise Me Up óveruleg, slitrótt og smávægileg,“ segir í niðurstöðu Larwrence. Þess má geta að höfundar You Raise Me Up; norski lagasmiðurinn Rolf Løvland og írski textahöfundurinn Brendan Graham, hafa enn sem komið er hvorugur tilnefnt lögmann fyrir sína hönd við dómstólinn í Los Angeles. Samkvæmt dagskrá mun dómarinn ákveða í desember hvort orðið verður við kröfu lögmanna Universal og Warner um frávísun málsins eða hvort það verður tekið til áframhaldandi meðferðar. Haldi málið áfram má búast við að skipaður verði kviðdómur til að skera úr um ágreininginn.
Birtist í Fréttablaðinu Höfundaréttur Jóhann Helgason gegn Universal Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Skotárás á Times Square Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira