Hafna málatilbúnaði tónfræðings Jóhanns Garðar Örn Úlfarsson skrifar 31. október 2019 06:05 Niðurstöðum tónlistarfræðingsins Judith Finell fyrir hönd Jóhanns Helgasonar í dómsmáli í Los Angeles er harðlega mótmælt. Fréttablaðið/Anton Brink Niðurstöðum tónlistarfræðingsins Judith Finell fyrir hönd Jóhanns Helgasonar í dómsmáli í Los Angeles er harðlega mótmælt í skýrslum lögmanna og tónlistarfræðings fyrirtækjanna sem stefnt er í lagastuldarmálinu. Segja lögmennirnir Barry U. Slotnick, Tal E. Dickstein og Ava Badiee að andsvör Jóhanns við áliti tónlistarfræðings sem starfar fyrir þá byggja á sérfræðiskýrslum sem séu afar hlutdrægar, óáreiðanlegar og órökstuddar. Þess vegna eigi ekki að taka mark á þeim. Þetta kemur fram í greinargerð þeirra sem lögð hefur verið fyrir dómstólinn í Los Angeles. „Jafnvel þótt notuð sé hin gallaða greining sérfræðings stefnanda [Jóhanns] þá stendur eftir sú staðreynd að hver þau smávægilegu líkindi sem eru milli laganna tveggja er að finna í vel þekktum eldri verkum,“ segja lögmennirnir. Jafnvel séu meiri líkindi milli You Raise Me Up og þessara eldri verka en milli You Raise Me Up og Söknuðar. Tónlistarfræðingur Universal og Warner, Lawrence Ferrara, segist í 82 síðna nýrri greinargerð sinni hafa yfirfarið greinargerð Judith Finell. Skoðun hans á málinu sé óbreytt. „Það er ekkert sem styður þá fullyrðingu að tónfræðilegir þættir sem eru til staðar í You Raise Me Up séu teknir úr Söknuði,“ segir Ferrara. Margvíslegir gallar séu á vinnubrögðum Judith Finell. Hún mistúlki aðferðafræði og greiningar hans sjálfs. „Þegar þeir tónfræðilegu þættir sem um ræðir eru skildir frá eru líkindin sem eftir standa milli Söknuðar og You Raise Me Up óveruleg, slitrótt og smávægileg,“ segir í niðurstöðu Larwrence. Þess má geta að höfundar You Raise Me Up; norski lagasmiðurinn Rolf Løvland og írski textahöfundurinn Brendan Graham, hafa enn sem komið er hvorugur tilnefnt lögmann fyrir sína hönd við dómstólinn í Los Angeles. Samkvæmt dagskrá mun dómarinn ákveða í desember hvort orðið verður við kröfu lögmanna Universal og Warner um frávísun málsins eða hvort það verður tekið til áframhaldandi meðferðar. Haldi málið áfram má búast við að skipaður verði kviðdómur til að skera úr um ágreininginn. Birtist í Fréttablaðinu Höfundaréttur Jóhann Helgason gegn Universal Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Niðurstöðum tónlistarfræðingsins Judith Finell fyrir hönd Jóhanns Helgasonar í dómsmáli í Los Angeles er harðlega mótmælt í skýrslum lögmanna og tónlistarfræðings fyrirtækjanna sem stefnt er í lagastuldarmálinu. Segja lögmennirnir Barry U. Slotnick, Tal E. Dickstein og Ava Badiee að andsvör Jóhanns við áliti tónlistarfræðings sem starfar fyrir þá byggja á sérfræðiskýrslum sem séu afar hlutdrægar, óáreiðanlegar og órökstuddar. Þess vegna eigi ekki að taka mark á þeim. Þetta kemur fram í greinargerð þeirra sem lögð hefur verið fyrir dómstólinn í Los Angeles. „Jafnvel þótt notuð sé hin gallaða greining sérfræðings stefnanda [Jóhanns] þá stendur eftir sú staðreynd að hver þau smávægilegu líkindi sem eru milli laganna tveggja er að finna í vel þekktum eldri verkum,“ segja lögmennirnir. Jafnvel séu meiri líkindi milli You Raise Me Up og þessara eldri verka en milli You Raise Me Up og Söknuðar. Tónlistarfræðingur Universal og Warner, Lawrence Ferrara, segist í 82 síðna nýrri greinargerð sinni hafa yfirfarið greinargerð Judith Finell. Skoðun hans á málinu sé óbreytt. „Það er ekkert sem styður þá fullyrðingu að tónfræðilegir þættir sem eru til staðar í You Raise Me Up séu teknir úr Söknuði,“ segir Ferrara. Margvíslegir gallar séu á vinnubrögðum Judith Finell. Hún mistúlki aðferðafræði og greiningar hans sjálfs. „Þegar þeir tónfræðilegu þættir sem um ræðir eru skildir frá eru líkindin sem eftir standa milli Söknuðar og You Raise Me Up óveruleg, slitrótt og smávægileg,“ segir í niðurstöðu Larwrence. Þess má geta að höfundar You Raise Me Up; norski lagasmiðurinn Rolf Løvland og írski textahöfundurinn Brendan Graham, hafa enn sem komið er hvorugur tilnefnt lögmann fyrir sína hönd við dómstólinn í Los Angeles. Samkvæmt dagskrá mun dómarinn ákveða í desember hvort orðið verður við kröfu lögmanna Universal og Warner um frávísun málsins eða hvort það verður tekið til áframhaldandi meðferðar. Haldi málið áfram má búast við að skipaður verði kviðdómur til að skera úr um ágreininginn.
Birtist í Fréttablaðinu Höfundaréttur Jóhann Helgason gegn Universal Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira