Síðasti séns að senda inn umsögn um samgönguáætlun í dag Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 31. október 2019 15:30 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra. Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson. Frestur til að senda inn umsögn í samráðsgátt um uppfærða og endurskoðaða samgönguáætlun næstu fimmtán ára rennur út í dag. Þegar þetta er skrifað hafa borist ríflega 50 umsagnir í gáttina frá bæði einstaklingum, sveitarfélögum og öðrum hagsmunaaðilum. Í umsögnum sveitarfélaganna er víða kallað eftir því að sveitarfélögin verði höfð með í ráðum þegar kemur að innheimtu veggjalda og að slíkum gjöldum verði stillt í hóf þar sem til greina kemur að hefja gjaldtöku. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, kynnti uppfærða og endurskoðaða samgönguáætlun til ársins 2034 á opnum fundi þann 17. október síðastliðinn og sama dag fór hún í samráðsgátt. Meðal þess sem boðað er í nýju áætluninni er ný flugstefna fyrir Ísland, sérstök jarðgangaáætlun og þá er stefnt að því að flýta fjölda verkefna frá því sem boðað var í samgönguáætlun sem samþykkt var í febrúar. Stefnt er einnig að því að sérstök gjaldtaka verði tekin af vegfarendum í tengslum við sex fyrirhuguð verkefni.Sjá einnig: Horfa til Færeyja við fjármögnun jarðganga Í umsögn Bláskógarbyggðar fagnar sveitarstjórn því að gert sé ráð fyrir fjármagni til að ljúka framkvæmdum við Reykjaveg og Skeiða- og Hrunamannaveg árið 2020. Sveitarfélagið bendir þó á í umsögn sinni að rík þörf sé á að fækka einbreiðum brúm á umferðarmiklum stofnvegum. „Loks vill sveitarstjórn minna á að nauðsynlegt er að sveitarfélögin hafi aðkomu að ákvarðanatöku um hugsanleg veggjöld og útfærslu þeirra. Ísafjarðarbær fagnar áformum um að setja eigi aukið fjármagn í vegaframkvæmdir um landið. „Á sama tíma telur bæjarráð vegskála milli Súðavíkur og Ísafjarðar til marks um skammsýni þar sem eina leiðin til að tryggja öryggi vegfarenda á svæðinu séu jarðgöng,“ segir meðal annars i umsögn Ísafjarðarbæjar. Þá kallar sveitarfélagið einnig eftir nánari útlistun á áætlun um veggjöld í jarðgöngum. Bæjarráð telji ekki boðlegt að íbúar þurfi að greiða veggjöld í jarðgöngum þar sem aðeins er ein leið í boði. Vesturbyggð fagnar jafnframt áformum um vegaframkvæmdir á Dynjandisheiði en gerir margvíslegar aðrar athugasemdir. Meðal annarra sveitarfélaga sem gera athugasemdir við áform um veggjöld eru sveitarfélagið Hornafjörður sem ítrekar að þeim verði að halda í algjöru lágmarki. Fljótsdalshérað tekur í svipaðan strengGrunnskólabörn „veljast um á vondum vegi“ Þá gera Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra margvíslegar athugasemdir í sinni umsögn. Þar er meðal annars lögð áhersla á að Alexandersflugvöllur á Sauðárkróki verði skilgreindur í grunnneti flugvalla á nýjan leik, þess krafist að framkvæmdum við Skagastrandarvegi hefjist á næsta ári og kallað er eftir stórauknu fjármagni til uppbyggingar og viðhalds á tengivegum. Þá vill stjórn samtakanna að ráðist verði í rannsóknir og mat á hagkvæmni við gerð jarðganga á Tröllaskaga og úr Fljótum í Hólsdal. Í umsögn Húnaþings vestra fagnar byggðaráð því að framkvæmdir við Vatnsnesveg sé að finna í áætluninni. Það veldur ráðinu aftur á móti vonbrigðum að framkvæmdir við veginn séu ekki fyrirhugaðar fyrr en á þriðja tímabili áætlunarinnar á árunum 2029 til 2034. „Grunnskólabörn sem búa við veg 771 þurfa að fara í skólabíl um veginn tvisvar á dag, hvern virkan dag, níu mánuði ársins, í tíu ár. Þannig velkjast börnin á vondum vegi, á lágmarkshraða, með tilheyrandi óþægindum,“ segir meðal annars í umsögninni. Þá hafi umferð um veginn aukist sem hafi í för með sér aukna slysatíðni. Þess má einnig geta að fjöldi einstaklinga hefur sent inn umsögn um þennan sama veg. Samgöngur Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Ráðherra hafi ekki sýnt fram á fjármögnun varaflugvalla Varaformaður samgöngunefndar og þingmenn segja brýnt að byggja upp varaflugvallakerfið en neyðarástand varð í gær þegar þremur flugvélum var beint frá Keflavíkurflugvelli til Akureyrar vegna óhapps. 29. október 2019 06:15 Sökuðu hvor annan um hringlandahátt Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra, svaraði þingmanni Pírata fullum hálsi sem sagði hringlandahátt ríkja í stefnu stjórnvalda um veggjöld. Sigurður Ingi sakaði Pírata á móti um hringlandahátt í sinni stefnu. 24. október 2019 13:30 Vegur yfir Dynjandisheiði fimm árum á eftir Dýrafjarðargöngum Dýrafjarðargöng verða fyrstu fimm rekstrarárin án tengingar við heilsársveg um Dynjandisheiði. Uppbygging nýs vegar yfir heiðina vart fyrr en eftir tvö ár. 27. október 2019 21:36 Alvarlegir brestir í viðhaldi og uppbyggingu varaflugvalla Formaður öryggisnefndar Félags atvinnuflugmanna segir alvarlega bresti vera í viðhaldi og uppbyggingu varaflugvalla landsins sem stjórnvöld hafi verið sinnulaus gagnvart 30. október 2019 18:30 Eina kynningin á uppfærðri samgönguáætlun „örkynning“ með litlum fyrirvara Þingmenn eru margir hverjir ósátir við skort á fyrirvara við kynningu uppfærðrar og endurskoðaðar samgönguáætlunar. 17. október 2019 21:55 Undrast meint samráðsleysi um samgönguáætlun Þingmaður Framsóknarflokksins kveðst undrandi yfir umræðu um meint samráðsleysi við kynningu endurskoðaðrar samgönguáætlunar. Ólíklegt þykir að það takist að afgreiða málið fyrir áramót. 29. október 2019 17:00 Framkvæmdum flýtt og ný flugstefna í endurskoðaðri samgönguáætlun Gert er ráð fyrir að fjölmörgum framkvæmdum verði flýtt og framlög til vegagerðar verði aukin í uppfærðri og endurskoðaðri samgönguáætlun fyrir árin 2020-2034. 17. október 2019 10:37 Mest lesið Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Sjá meira
Frestur til að senda inn umsögn í samráðsgátt um uppfærða og endurskoðaða samgönguáætlun næstu fimmtán ára rennur út í dag. Þegar þetta er skrifað hafa borist ríflega 50 umsagnir í gáttina frá bæði einstaklingum, sveitarfélögum og öðrum hagsmunaaðilum. Í umsögnum sveitarfélaganna er víða kallað eftir því að sveitarfélögin verði höfð með í ráðum þegar kemur að innheimtu veggjalda og að slíkum gjöldum verði stillt í hóf þar sem til greina kemur að hefja gjaldtöku. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, kynnti uppfærða og endurskoðaða samgönguáætlun til ársins 2034 á opnum fundi þann 17. október síðastliðinn og sama dag fór hún í samráðsgátt. Meðal þess sem boðað er í nýju áætluninni er ný flugstefna fyrir Ísland, sérstök jarðgangaáætlun og þá er stefnt að því að flýta fjölda verkefna frá því sem boðað var í samgönguáætlun sem samþykkt var í febrúar. Stefnt er einnig að því að sérstök gjaldtaka verði tekin af vegfarendum í tengslum við sex fyrirhuguð verkefni.Sjá einnig: Horfa til Færeyja við fjármögnun jarðganga Í umsögn Bláskógarbyggðar fagnar sveitarstjórn því að gert sé ráð fyrir fjármagni til að ljúka framkvæmdum við Reykjaveg og Skeiða- og Hrunamannaveg árið 2020. Sveitarfélagið bendir þó á í umsögn sinni að rík þörf sé á að fækka einbreiðum brúm á umferðarmiklum stofnvegum. „Loks vill sveitarstjórn minna á að nauðsynlegt er að sveitarfélögin hafi aðkomu að ákvarðanatöku um hugsanleg veggjöld og útfærslu þeirra. Ísafjarðarbær fagnar áformum um að setja eigi aukið fjármagn í vegaframkvæmdir um landið. „Á sama tíma telur bæjarráð vegskála milli Súðavíkur og Ísafjarðar til marks um skammsýni þar sem eina leiðin til að tryggja öryggi vegfarenda á svæðinu séu jarðgöng,“ segir meðal annars i umsögn Ísafjarðarbæjar. Þá kallar sveitarfélagið einnig eftir nánari útlistun á áætlun um veggjöld í jarðgöngum. Bæjarráð telji ekki boðlegt að íbúar þurfi að greiða veggjöld í jarðgöngum þar sem aðeins er ein leið í boði. Vesturbyggð fagnar jafnframt áformum um vegaframkvæmdir á Dynjandisheiði en gerir margvíslegar aðrar athugasemdir. Meðal annarra sveitarfélaga sem gera athugasemdir við áform um veggjöld eru sveitarfélagið Hornafjörður sem ítrekar að þeim verði að halda í algjöru lágmarki. Fljótsdalshérað tekur í svipaðan strengGrunnskólabörn „veljast um á vondum vegi“ Þá gera Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra margvíslegar athugasemdir í sinni umsögn. Þar er meðal annars lögð áhersla á að Alexandersflugvöllur á Sauðárkróki verði skilgreindur í grunnneti flugvalla á nýjan leik, þess krafist að framkvæmdum við Skagastrandarvegi hefjist á næsta ári og kallað er eftir stórauknu fjármagni til uppbyggingar og viðhalds á tengivegum. Þá vill stjórn samtakanna að ráðist verði í rannsóknir og mat á hagkvæmni við gerð jarðganga á Tröllaskaga og úr Fljótum í Hólsdal. Í umsögn Húnaþings vestra fagnar byggðaráð því að framkvæmdir við Vatnsnesveg sé að finna í áætluninni. Það veldur ráðinu aftur á móti vonbrigðum að framkvæmdir við veginn séu ekki fyrirhugaðar fyrr en á þriðja tímabili áætlunarinnar á árunum 2029 til 2034. „Grunnskólabörn sem búa við veg 771 þurfa að fara í skólabíl um veginn tvisvar á dag, hvern virkan dag, níu mánuði ársins, í tíu ár. Þannig velkjast börnin á vondum vegi, á lágmarkshraða, með tilheyrandi óþægindum,“ segir meðal annars í umsögninni. Þá hafi umferð um veginn aukist sem hafi í för með sér aukna slysatíðni. Þess má einnig geta að fjöldi einstaklinga hefur sent inn umsögn um þennan sama veg.
Samgöngur Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Ráðherra hafi ekki sýnt fram á fjármögnun varaflugvalla Varaformaður samgöngunefndar og þingmenn segja brýnt að byggja upp varaflugvallakerfið en neyðarástand varð í gær þegar þremur flugvélum var beint frá Keflavíkurflugvelli til Akureyrar vegna óhapps. 29. október 2019 06:15 Sökuðu hvor annan um hringlandahátt Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra, svaraði þingmanni Pírata fullum hálsi sem sagði hringlandahátt ríkja í stefnu stjórnvalda um veggjöld. Sigurður Ingi sakaði Pírata á móti um hringlandahátt í sinni stefnu. 24. október 2019 13:30 Vegur yfir Dynjandisheiði fimm árum á eftir Dýrafjarðargöngum Dýrafjarðargöng verða fyrstu fimm rekstrarárin án tengingar við heilsársveg um Dynjandisheiði. Uppbygging nýs vegar yfir heiðina vart fyrr en eftir tvö ár. 27. október 2019 21:36 Alvarlegir brestir í viðhaldi og uppbyggingu varaflugvalla Formaður öryggisnefndar Félags atvinnuflugmanna segir alvarlega bresti vera í viðhaldi og uppbyggingu varaflugvalla landsins sem stjórnvöld hafi verið sinnulaus gagnvart 30. október 2019 18:30 Eina kynningin á uppfærðri samgönguáætlun „örkynning“ með litlum fyrirvara Þingmenn eru margir hverjir ósátir við skort á fyrirvara við kynningu uppfærðrar og endurskoðaðar samgönguáætlunar. 17. október 2019 21:55 Undrast meint samráðsleysi um samgönguáætlun Þingmaður Framsóknarflokksins kveðst undrandi yfir umræðu um meint samráðsleysi við kynningu endurskoðaðrar samgönguáætlunar. Ólíklegt þykir að það takist að afgreiða málið fyrir áramót. 29. október 2019 17:00 Framkvæmdum flýtt og ný flugstefna í endurskoðaðri samgönguáætlun Gert er ráð fyrir að fjölmörgum framkvæmdum verði flýtt og framlög til vegagerðar verði aukin í uppfærðri og endurskoðaðri samgönguáætlun fyrir árin 2020-2034. 17. október 2019 10:37 Mest lesið Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Sjá meira
Ráðherra hafi ekki sýnt fram á fjármögnun varaflugvalla Varaformaður samgöngunefndar og þingmenn segja brýnt að byggja upp varaflugvallakerfið en neyðarástand varð í gær þegar þremur flugvélum var beint frá Keflavíkurflugvelli til Akureyrar vegna óhapps. 29. október 2019 06:15
Sökuðu hvor annan um hringlandahátt Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra, svaraði þingmanni Pírata fullum hálsi sem sagði hringlandahátt ríkja í stefnu stjórnvalda um veggjöld. Sigurður Ingi sakaði Pírata á móti um hringlandahátt í sinni stefnu. 24. október 2019 13:30
Vegur yfir Dynjandisheiði fimm árum á eftir Dýrafjarðargöngum Dýrafjarðargöng verða fyrstu fimm rekstrarárin án tengingar við heilsársveg um Dynjandisheiði. Uppbygging nýs vegar yfir heiðina vart fyrr en eftir tvö ár. 27. október 2019 21:36
Alvarlegir brestir í viðhaldi og uppbyggingu varaflugvalla Formaður öryggisnefndar Félags atvinnuflugmanna segir alvarlega bresti vera í viðhaldi og uppbyggingu varaflugvalla landsins sem stjórnvöld hafi verið sinnulaus gagnvart 30. október 2019 18:30
Eina kynningin á uppfærðri samgönguáætlun „örkynning“ með litlum fyrirvara Þingmenn eru margir hverjir ósátir við skort á fyrirvara við kynningu uppfærðrar og endurskoðaðar samgönguáætlunar. 17. október 2019 21:55
Undrast meint samráðsleysi um samgönguáætlun Þingmaður Framsóknarflokksins kveðst undrandi yfir umræðu um meint samráðsleysi við kynningu endurskoðaðrar samgönguáætlunar. Ólíklegt þykir að það takist að afgreiða málið fyrir áramót. 29. október 2019 17:00
Framkvæmdum flýtt og ný flugstefna í endurskoðaðri samgönguáætlun Gert er ráð fyrir að fjölmörgum framkvæmdum verði flýtt og framlög til vegagerðar verði aukin í uppfærðri og endurskoðaðri samgönguáætlun fyrir árin 2020-2034. 17. október 2019 10:37