Eina kynningin á uppfærðri samgönguáætlun „örkynning“ með litlum fyrirvara Sylvía Hall skrifar 17. október 2019 21:55 Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar. Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra kynnti uppfærða og endurskoðaða samgönguáætlun fyrir árin 2020 til 2034 í morgun þar sem gert er ráð fyrir því að framlög til vegagerðar verði aukin umtalsvert. Þá stendur meðal annars til að flýta framkvæmdum við að aðskilja aksturstefnur. Samgönguáætlunin er nú komin inn í samráðsgátt og mun seinna meir koma til afgreiðslu í þinginu. Í áætluninni má finna nýja flugstefnu fyrir Ísland sem og nýja jarðgangaáætlun þar sem gert er ráð fyrir því að á hverjum tíma verði alltaf einhverjar framkvæmdir við jarðgöng til ársins 2034.Sjá einnig: Horfa til Færeyja við fjármögnun jarðganga Ekki eru allir þingmenn sáttir við skort á fyrirvara við kynningu þessarar uppfærslu á samgönguáætlun. Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, segir einu kynninguna hafa verið „örkynningu“ fyrir umhverfis- og samgöngunefnd sem haldin var í gær með litlum fyrirvara, en hún komst ekki á kynninguna. „Ég hef mitt vit um þessi mál enn sem komið er úr fjölmiðlum og það sem kannski slær mig mest, ég náttúrulega veit hvað ég les um helgina, þá slær mig mest þessar fréttir um að núna mánuði eftir samgöngusáttmálann á höfuðborgarsvæðinu þar sem meðal annars því er lýst yfir að sextíu milljarða fjármögnun á stofnbrautum til og frá höfuðborgarsvæðinu yrði fjármögnuð með veggjöldum, það væri hluti af öllum pakkanum, nú virðist þetta hafa verið slegið af,“ segir Hanna Katrín. Hún segir eftir standa sextíu milljarða gat sem óvíst sé hvernig verði fjármagnað. Hún segist ekki vilja trúa því að það verði fært yfir á sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu. „Fréttir berast af því að ríkisstjórnarflokkarnir hafi ekki fengið fréttir af þessari nýju áætlun fyrir fram þannig að einhverjar hugmyndir um að fjármagna þetta sextíu milljarða gat með sölu eigna, svo dæmi sé tekið. Það er nú væntanlega heldur ekki frágengið,“ segir Hanna Katrín og bætir við að stóra spurningin sé hvort sá peningur verði tekin úr samgönguáætlun á höfuðborgarsvæðinu. Alþingi Samgöngur Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra kynnti uppfærða og endurskoðaða samgönguáætlun fyrir árin 2020 til 2034 í morgun þar sem gert er ráð fyrir því að framlög til vegagerðar verði aukin umtalsvert. Þá stendur meðal annars til að flýta framkvæmdum við að aðskilja aksturstefnur. Samgönguáætlunin er nú komin inn í samráðsgátt og mun seinna meir koma til afgreiðslu í þinginu. Í áætluninni má finna nýja flugstefnu fyrir Ísland sem og nýja jarðgangaáætlun þar sem gert er ráð fyrir því að á hverjum tíma verði alltaf einhverjar framkvæmdir við jarðgöng til ársins 2034.Sjá einnig: Horfa til Færeyja við fjármögnun jarðganga Ekki eru allir þingmenn sáttir við skort á fyrirvara við kynningu þessarar uppfærslu á samgönguáætlun. Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, segir einu kynninguna hafa verið „örkynningu“ fyrir umhverfis- og samgöngunefnd sem haldin var í gær með litlum fyrirvara, en hún komst ekki á kynninguna. „Ég hef mitt vit um þessi mál enn sem komið er úr fjölmiðlum og það sem kannski slær mig mest, ég náttúrulega veit hvað ég les um helgina, þá slær mig mest þessar fréttir um að núna mánuði eftir samgöngusáttmálann á höfuðborgarsvæðinu þar sem meðal annars því er lýst yfir að sextíu milljarða fjármögnun á stofnbrautum til og frá höfuðborgarsvæðinu yrði fjármögnuð með veggjöldum, það væri hluti af öllum pakkanum, nú virðist þetta hafa verið slegið af,“ segir Hanna Katrín. Hún segir eftir standa sextíu milljarða gat sem óvíst sé hvernig verði fjármagnað. Hún segist ekki vilja trúa því að það verði fært yfir á sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu. „Fréttir berast af því að ríkisstjórnarflokkarnir hafi ekki fengið fréttir af þessari nýju áætlun fyrir fram þannig að einhverjar hugmyndir um að fjármagna þetta sextíu milljarða gat með sölu eigna, svo dæmi sé tekið. Það er nú væntanlega heldur ekki frágengið,“ segir Hanna Katrín og bætir við að stóra spurningin sé hvort sá peningur verði tekin úr samgönguáætlun á höfuðborgarsvæðinu.
Alþingi Samgöngur Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira