Innlent

Framkvæmdum flýtt og ný flugstefna í endurskoðaðri samgönguáætlun

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra.
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra. Fréttablaðið/Vilhelm
Gert er ráð fyrir að fjölmörgum framkvæmdum verði flýtt og framlög til vegagerðar verði aukin í uppfærðri og endurskoðaðri samgönguáætlun fyrir árin 2020-2034. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, kynnti drög að áætluninni í morgun.

Alls stendur til að verja 632,8 milljörðum króna á tímabilinu til samgangna og fer stærstur hluti þess fjármagns í vegagerð eða tæpir 560 milljarðar. Næst mest fjármagn fer í flugvelli og flugleiðsögu eða tæpir 37 milljarðar og þá rúmir 14 milljarðar í hafnarmál.

Meðal nýmæla í áætluninni eru flugstefna fyrir Ísland og ný stefna í almenningssamgöngum á milli byggða. Þá er gert ráð fyrir sérstakri jarðgangaáætlun sem felur í sér að alltaf verði einhver jarðgangaverkefni í gangi. Stefnt er að því að lokið verði við Fjarðaheiðargöng á fyrsta tímabili áætlunarinnar en framkvæmdir hefjist árið 2022. Einnig á að hefja framkvæmdir við göng milli Mjóafjarðar og Seyðisfjarðar á tímabilinu og milli Mjóafjarðar og Fannardals. Framkvæmdum við Dýrafjarðargöng á að ljúka árið 2020. Þá eru í áætluninni einnig listuð önnur jarðagangaverkefni.

Meðal verkefna sem stendur til að flýta eru aðskildar aksturstefnur frá Skeiðavegamótum að Hellu og frá Akrafjallsvegi í Borgarnes. Vegagerð um Dynjandisheiði verður jafnframt flýtt og einnig framkvæmdum á veginum um Öxi. Gert er ráð fyrir að gjaldtöku vegna framkvæmda um Öxi og Hornarfjarðarfljót.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.