Innlent

Framkvæmdum flýtt og ný flugstefna í endurskoðaðri samgönguáætlun

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra.
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra. Fréttablaðið/Vilhelm

Gert er ráð fyrir að fjölmörgum framkvæmdum verði flýtt og framlög til vegagerðar verði aukin í uppfærðri og endurskoðaðri samgönguáætlun fyrir árin 2020-2034. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, kynnti drög að áætluninni í morgun.

Alls stendur til að verja 632,8 milljörðum króna á tímabilinu til samgangna og fer stærstur hluti þess fjármagns í vegagerð eða tæpir 560 milljarðar. Næst mest fjármagn fer í flugvelli og flugleiðsögu eða tæpir 37 milljarðar og þá rúmir 14 milljarðar í hafnarmál.

Meðal nýmæla í áætluninni eru flugstefna fyrir Ísland og ný stefna í almenningssamgöngum á milli byggða. Þá er gert ráð fyrir sérstakri jarðgangaáætlun sem felur í sér að alltaf verði einhver jarðgangaverkefni í gangi. Stefnt er að því að lokið verði við Fjarðaheiðargöng á fyrsta tímabili áætlunarinnar en framkvæmdir hefjist árið 2022. Einnig á að hefja framkvæmdir við göng milli Mjóafjarðar og Seyðisfjarðar á tímabilinu og milli Mjóafjarðar og Fannardals. Framkvæmdum við Dýrafjarðargöng á að ljúka árið 2020. Þá eru í áætluninni einnig listuð önnur jarðagangaverkefni.

Meðal verkefna sem stendur til að flýta eru aðskildar aksturstefnur frá Skeiðavegamótum að Hellu og frá Akrafjallsvegi í Borgarnes. Vegagerð um Dynjandisheiði verður jafnframt flýtt og einnig framkvæmdum á veginum um Öxi. Gert er ráð fyrir að gjaldtöku vegna framkvæmda um Öxi og Hornarfjarðarfljót.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.