Þingið samþykkir að halda áfram rannsókn á Trump Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 31. október 2019 15:48 „Þetta er sorgardagur. Það býður sig enginn fram til þingmennsku með það í huga að ákæra sitjandi forseta,“ sagði Nancy Pelosi, Demókrati og forseti þingsins. Bandarískir fulltrúadeildarþingmenn greiddu atkvæði í fyrsta skipti um rannsókn á meintum embættisbrotum Donalds Trump forseta í dag. Lagt var til að halda opinberar yfirheyrslur og greiddu 232 þingmenn atkvæði með, 196 gegn. Einungis tveir Demókratar sögðu nei við tillögunni. Enginn Repúblikani tók afstöðu gegn forsetanum. Þetta þýðir að þingið hefur í fyrsta skipti tekið afstöðu til rannsóknarinnar með formlegum hætti. Sýnir atkvæðagreiðslan fram á að rannsóknin nýtur stuðnings þingmanna. Niðurstaðan bendir til þess að nægur stuðningur gæti orðið til þess að ákæra Trump formlega til embættismissis ef rannsóknin skilar nægilegum sönnunargögnum. „Þetta er sorgardagur. Það býður sig enginn fram til þingmennsku með það í huga að ákæra sitjandi forseta,“ sagði Nancy Pelosi, Demókrati og forseti þingsins. Steve Scalise, einn æðsti Repúblikani deildarinnar, var harðorður í garð Demókrata. Sagði að unnið væri eftir „sovéskum reglum“. Rannsóknin hófst eftir að uppljóstrari innan leyniþjónustunnar lagði fram formlega kvörtun vegna símtals Trump við Volodímír Zelenskíj, forseta Úkraínu, 25. júlí þar sem Trump lagði fast að úkraínska forsetanum að rannsaka Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og mögulegan mótframbjóðanda Trump í forsetakosningum næsta árs. Taldi uppljóstrarinn að Trump hefði þannig misbeitt valdi sínu vegna persónulegra pólitískra hagsmuna hans. Ef Trump er ákærður til embættismissis fara réttarhöld fram fyrir öldungadeildinni. Þar myndi forseti hæstaréttar gegna hlutverki dómara og þingmenn væru kviðdómendur. Tvo þriðju hluta þingmanna þyrfti til þess að sakfella forsetann. Það telst hæpið þar sem Repúblikanar eru með meirihluta þingsæta. Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Tengdar fréttir Boða fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump fyrir þingnefndirnar John Bolton ætlar ekki að koma sjálfviljugur fyrir nefndirnar en lögmaður hans segist tilbúinn að taka við stefnu. Bolton gæti verið lykilvitni um nokkur atriði í samskiptum Trump-stjórnarinnar við Úkraínu. 30. október 2019 23:45 Reyndi að bæta við eftirrit símtals Trump og Zelensky Alexander S. Vindman, undirofursti, sagði þingmönnum í gær að honum hafi verið svo brugðið yfir framferði Trump gagnvart Úkraínu að hann hafi gert lögfræðingum þjóðaröryggisráðsins viðvart í tvígang. 30. október 2019 09:24 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Sjá meira
Bandarískir fulltrúadeildarþingmenn greiddu atkvæði í fyrsta skipti um rannsókn á meintum embættisbrotum Donalds Trump forseta í dag. Lagt var til að halda opinberar yfirheyrslur og greiddu 232 þingmenn atkvæði með, 196 gegn. Einungis tveir Demókratar sögðu nei við tillögunni. Enginn Repúblikani tók afstöðu gegn forsetanum. Þetta þýðir að þingið hefur í fyrsta skipti tekið afstöðu til rannsóknarinnar með formlegum hætti. Sýnir atkvæðagreiðslan fram á að rannsóknin nýtur stuðnings þingmanna. Niðurstaðan bendir til þess að nægur stuðningur gæti orðið til þess að ákæra Trump formlega til embættismissis ef rannsóknin skilar nægilegum sönnunargögnum. „Þetta er sorgardagur. Það býður sig enginn fram til þingmennsku með það í huga að ákæra sitjandi forseta,“ sagði Nancy Pelosi, Demókrati og forseti þingsins. Steve Scalise, einn æðsti Repúblikani deildarinnar, var harðorður í garð Demókrata. Sagði að unnið væri eftir „sovéskum reglum“. Rannsóknin hófst eftir að uppljóstrari innan leyniþjónustunnar lagði fram formlega kvörtun vegna símtals Trump við Volodímír Zelenskíj, forseta Úkraínu, 25. júlí þar sem Trump lagði fast að úkraínska forsetanum að rannsaka Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og mögulegan mótframbjóðanda Trump í forsetakosningum næsta árs. Taldi uppljóstrarinn að Trump hefði þannig misbeitt valdi sínu vegna persónulegra pólitískra hagsmuna hans. Ef Trump er ákærður til embættismissis fara réttarhöld fram fyrir öldungadeildinni. Þar myndi forseti hæstaréttar gegna hlutverki dómara og þingmenn væru kviðdómendur. Tvo þriðju hluta þingmanna þyrfti til þess að sakfella forsetann. Það telst hæpið þar sem Repúblikanar eru með meirihluta þingsæta.
Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Tengdar fréttir Boða fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump fyrir þingnefndirnar John Bolton ætlar ekki að koma sjálfviljugur fyrir nefndirnar en lögmaður hans segist tilbúinn að taka við stefnu. Bolton gæti verið lykilvitni um nokkur atriði í samskiptum Trump-stjórnarinnar við Úkraínu. 30. október 2019 23:45 Reyndi að bæta við eftirrit símtals Trump og Zelensky Alexander S. Vindman, undirofursti, sagði þingmönnum í gær að honum hafi verið svo brugðið yfir framferði Trump gagnvart Úkraínu að hann hafi gert lögfræðingum þjóðaröryggisráðsins viðvart í tvígang. 30. október 2019 09:24 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Sjá meira
Boða fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump fyrir þingnefndirnar John Bolton ætlar ekki að koma sjálfviljugur fyrir nefndirnar en lögmaður hans segist tilbúinn að taka við stefnu. Bolton gæti verið lykilvitni um nokkur atriði í samskiptum Trump-stjórnarinnar við Úkraínu. 30. október 2019 23:45
Reyndi að bæta við eftirrit símtals Trump og Zelensky Alexander S. Vindman, undirofursti, sagði þingmönnum í gær að honum hafi verið svo brugðið yfir framferði Trump gagnvart Úkraínu að hann hafi gert lögfræðingum þjóðaröryggisráðsins viðvart í tvígang. 30. október 2019 09:24