Erlent

Illa gengur að bera kennsl á hin látnu

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Lestarslys eru tíð í Pakistan og mannskæðari en víða annars staðar sökum þess hversu þétt setnar lestarnar eru. Slysið í dag er það versta í meira en áratug, en 130 fórust þegar þrjár lestar skullu saman árið 2005.Farþegalestin var á leið sinni frá Karachi til Rawalpindi þegar prímus sem farþegar voru að nýta sér til eldamennsku sprakk nærri bænum Liaquatpur.„Ég fór að sofa eftir morgunbænir. Skyndilega heyrði ég aðra farþega öskra um að eldur væri kominn upp í lestinni. Eftir það stukkum við frá borði. Ég missti flesta samferðamenn mína,“ sagði Maqsood, einn farþega lestarinnar, við AP.Tekist hefur að bera kennsl á fimmtán hinna látnu en erfiðlega gengur að bera kennsl á fleiri sem fórust.Kashif Hussain, sem varð vitni að slysinu, sagðist hafa séð eld og reyk stíga út úr lestinni. „Farþegar öskruðu á hjálp og stukku frá borði. Síðar kom starfsfólk og hóf björgunarstarf.“
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.