Enski boltinn

Gengu af velli í bikarleik vegna kynþáttaníðs

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Enska bikarkeppnin er sú elsta í heiminum
Enska bikarkeppnin er sú elsta í heiminum vísir/getty
Hætta þurfti við leik í forkeppni ensku bikarkeppninnar í gær eftir að leikmennirnir gengu af velli vegna kynþáttaníðs.Markmaður Haringey Borough, sem mætti Yeovil í forkeppni ensku bikarkeppninar, sagði að það hefði verið hrækt á hann, flösku hefði verið kastað í hann og kynþáttaníði beint að honum.Þá átti kynþáttaníði einnig að hafa verið beint að liðsfélagahans, Cobie Rowe.Knattspyrnustjórinn Tom Loizou tók þá ákvörðun að segja leikmönnum sínum að ganga af velli á 64. mínútu og var leikurinn svo flautaður af.„Leikmennirnir voru með tárin í augunum. Það var mjög erfitt að þurfa að horfa upp á þá svona,“ sagði Loizou við Sky News.„Ég sagði við dómarann að ég hafi heyrt kynþáttaníðið, ég hafi séð að það hafi verið hrækt á þá og ég sæi hversu reiðir stuðningsmennirnir væru.“Loizou sagði að kynþáttaníðið hafi komið frá um fimm stuðningsmönnm Yeovil.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.