Fótbolti

Inter hafði betur í sjö marka leik

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Romelu Lukaku skoraði af punktinum
Romelu Lukaku skoraði af punktinum vísir/getty

Inter Milan vann sigur á Sassuolo í sjö marka leik í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Lautaro Martinez kom gestunum frá Inter yfir strax á annarri mínútu leiksins en Domenico Berardi jafnaði fyrir heimaenn á 16. mínútu.

Romelu Lukaku skoraði tvisvar áður en flautað var til hálfleiks, seinna markið úr vítaspyrnu á síðustu mínútu fyrri hálfleiks.

Inter fékk aðra vítaspyrnu í seinni hálfleik, Martinez fór á punktinn í það skiptið og skoraði. Inter því komið í góða stöðu með þriggja marka forskot.

Filip Djuricic gaf heimamönnum von um endurkomu á 74. mínútu og Jeremie Boga kom þeim nær á 82. mínútu. Leikmenn Sassuolo sóttu eins og þeir gátu undir lokin en ekki kom jöfnunarmarkið, lokastaðan 4-3 sigur Inter.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.