Fótbolti

Hörður og Arnór spiluðu í jafntefli

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Hörður Magnússon og Arnór Sigurðsson.
Hörður Magnússon og Arnór Sigurðsson. vísir/getty
CSKA Moskva gerði jafntefli við Ufa í rússnesku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.Arnór Sigurðarson og Hörður Björgvin Magnússon spiluðu báðir allan leikinn fyrir CSKA.Ilzat Akhmetov kom gestunum frá Moskvu yfir á 26. mínútu en Vyacheslav Krotov tryggði heimamönnum stig úr leiknum á lokamínútunum. Lokatölur urðu 1-1.CSKA er í fjórða sæti rússnesku úrvalsdeildarinnar með 26 stig, þremur stigum frá toppliðunum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.