Fótbolti

Hörður og Arnór spiluðu í jafntefli

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Hörður Magnússon og Arnór Sigurðsson.
Hörður Magnússon og Arnór Sigurðsson. vísir/getty

CSKA Moskva gerði jafntefli við Ufa í rússnesku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Arnór Sigurðarson og Hörður Björgvin Magnússon spiluðu báðir allan leikinn fyrir CSKA.

Ilzat Akhmetov kom gestunum frá Moskvu yfir á 26. mínútu en Vyacheslav Krotov tryggði heimamönnum stig úr leiknum á lokamínútunum. Lokatölur urðu 1-1.

CSKA er í fjórða sæti rússnesku úrvalsdeildarinnar með 26 stig, þremur stigum frá toppliðunum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.