Fótbolti

Enn einn sigurinn hjá Wolfsburg

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Sara Björk og félagar eru óstöðvandi í Þýskalandi
Sara Björk og félagar eru óstöðvandi í Þýskalandi vísir/getty
Wolfsburg hélt áfram sigurgöngu sinni í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.Sara Björk Gunnarsdóttir var að vanda í byrjunarliði Wolfsburg sem sótti Frankfurt heim.Fridolina Rolfo og Pernille Harder skoruðu sitt hvort markið undir lok fyrri hálfleiks og komu gestunum í Wolfsburg í þægilega stöðu.Sophia Kleinherne hjá Frankfurt varð svo fyrir því óláni að skora sjálfsmark í upphafi seinni hálfleiks.Fleirri urðu mörkin ekki, 3-0 sigur Wolfsburg sem er enn með fullt hús stiga á toppi deildarinnar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.