Fótbolti

Glódís Perla sænskur meistari

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Glódís er Svíþjóðarmeistari
Glódís er Svíþjóðarmeistari vísir/vilhelm

Glódís Perla Viggósdóttir og stöllur í Rosengård tryggðu sér í dag sænska meistaratitilinn í fótbolta.

Rosengård gerði 1-1 jafntefli við Vittsjö á heimavelli sínum. Stigið úr þeim leik var nóg til þess að tryggja Ronsengård sigur í deildinni því þegar ein umferð er eftir eru fjögur stig niður í Gautaborg í öðru sætinu.

Glódís var að sjálfsögðu í byrjunarliði Rosengård en hún er búin að spilla alla leiki liðsins í deildinni.

Þetta er í fyrsta skipti sem Glódís verður Svíþjóðarmeistari en tvisvar hefur hún lent í öðru sæti í deildinni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.