Enski boltinn

Verður Moussa Dembele samherji Gylfa eða lærisveinn Solskjær?

Anton Ingi Leifsson skrifar
Moussa Dembele, framherji Lyon.
Moussa Dembele, framherji Lyon. vísir/getty

Manchester United og Everton munu berjast um framherja Lyon, Moussa Dembele, en The Guardian greinir frá þessu um helgina.

Dembele, sem gekk í raðir Lyon síðasta sumar frá Celtic, hefur skorað sex mörk í frönsku úrvalsdeildinni það sem af er leiktíð.

Everton og Man. United eru talin á eftir framherjanum en hann er 23 ára gamall Frakki. Þau eru talin horfa til hans í janúar en báðum liðum vantar markaskorara.

Man. United gerði 1-1 jafntefli við Liverpool á sunnudag en Everton 2-0 vann sigur á West Ham á laugardaginn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.