Innlent

Heldur dregið úr jarð­skjálfta­hrinunni fyrir norðan

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá Kópaskeri en flestir skjálftarnir hafa mælst vestnorðvestur af bænum.
Frá Kópaskeri en flestir skjálftarnir hafa mælst vestnorðvestur af bænum. vísir/vilhelm

Yfir 500 skjálftar hafa mælst í jarðskjálftahrinu sem hófst á Norðausturlandi síðdegis á laugardag.

Heldur hefur þó dregið úr hrinunni þótt hún sé vissulega enn í gangi að sögn Sigþrúðar Ármannsdóttur, jarðvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands, en ómögulegt sé að segja til um hver þróunin verður. Hrinan geti alveg dottið niður eða farið upp á ný.

Jarðskjálftarnir eru á svokölluðu Tjörnesbrotabelti og segir Sigþrúður það alvanalegt að hrinur séu á svæðinu. Engin merki eru um gosóróa.

Flestir skjálftarnir nú hafa verið litlir, eða á milli einn til tveir að stærð. Samkvæmt töflu á vef Veðurstofunnar hafa tveir skjálftar mælst yfir þremur og urðu þeir báðir í gær.
 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.